Mál númer 201804098
- 18. apríl 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #715
Fundargerð 37. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis
Fundargerð 37. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis lögð fram til kynningar á 715. fundi bæjarstjórnar.
***
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um uppsetningu stöðvar til að mæla loftgæði:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að sett verði upp loftgæðamælingastöð við Vesturlandsveg við Varmá. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa sett upp slíkar stöðvar af öryggisástæðum, þ.e. til að gera íbúum viðvart þegar mengun fer í hættumörk í vetrarstillum.
Til þess að hægt sé að verða við tillögunni þarf að gera 15 milljón kr. viðauka við fjárhagsáætlun 2018 og fer fulltrúi Íbúahreyfingarinnar hér með þess á leit.
Þessi ósk hefur áður komið fram í tengslum við skólahald í Brúarlandi og er hún nú endurtekin vegna mikillar aukningar á umferð stórra ökutækja um Vesturlandsveg á síðustu árum.
Sigrún H Pálsdóttir
***
Tillögu fulltrúa Íbúahreyfingarinnar er, að tillögu Haraldar Sverrissonar, vísað til afgreiðslu við gerð næstu fjárhagsáætlunar, með 8 atkvæðum. Fulltrúi M-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni.
***
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi greiðir tillögu bæjarstjóra ekki atkvæði sitt vegna þess að um það leyti sem fjárhagsáætlun verður afgreidd í desember 2018 verður orðið of seint að taka stöðina í notkun næsta vetur.
Sigrún H Pálsdóttir
- FylgiskjalFundargerð 37. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.pdfFylgiskjalFundargerð 37 fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.pdfFylgiskjal120_fundargerð 2017_03_07.pdfFylgiskjal121_fundargerð 2017_03_27.pdfFylgiskjalGreinargerð Kópavogsbæjar um fyrirhugaða starfsemi.pdfFylgiskjalhaspennustrengur_Blafjöll_skýrsla.pdfFylgiskjalLoftgæði við Vesturlandsveg í Mosfellsbæ.pdfFylgiskjalMosfellsbær lysing verkaæltun frístundabyggð.pdfFylgiskjalSkipulagsstofnun haspenna_Blafjöll.pdfFylgiskjalUUALyklafellslina_84_2017.pdfFylgiskjalVatnsendakrikar Drög að matsáætlun.pdf