Mál númer 201802020F
- 7. mars 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #712
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir enn og aftur alvarlegar athugasemdir við þá valdníðslu forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar að fá ekki að bera af sér þau ámæli fulltrúa D-lista að hafa notað niðrandi orðalag um starfsemi Reykjalundar. Undirrituð hefur mikið dálæti á því starfi sem þar er unnið og telur mikilvægt að láta ámælin ekki standa án þess að leiðrétta þau.Skv. gr. 15. g. í samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar er réttur bæjarfulltrúa skýr til að bera af sér ámæli. Þann rétt virðir Bjarki Bjarnason ekki.
Sigrún H Pálsdóttir
bæjarfulltrúiBókun forseta
Forseti andmælir þessum orðum bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar og vísar í 15. grein g-lið í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar sem hann fylgir í hvívetna.Bjarki Bjarnason
Fundargerð 186. fundar samþykkt á 712. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.