Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201802020F

 • 7. mars 2018

  Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #712

  Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
  Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir enn og aft­ur al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við þá valdníðslu for­seta bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar að fá ekki að bera af sér þau ámæli full­trúa D-lista að hafa notað niðr­andi orðalag um starf­semi Reykjalund­ar. Und­ir­rit­uð hef­ur mik­ið dálæti á því starfi sem þar er unn­ið og tel­ur mik­il­vægt að láta ámælin ekki standa án þess að leið­rétta þau.

  Skv. gr. 15. g. í sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar er rétt­ur bæj­ar­full­trúa skýr til að bera af sér ámæli. Þann rétt virð­ir Bjarki Bjarna­son ekki.

  Sigrún H Páls­dótt­ir
  bæj­ar­full­trúi

  Bók­un for­seta
  For­seti and­mæl­ir þess­um orð­um bæj­ar­full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar og vís­ar í 15. grein g-lið í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar sem hann fylg­ir í hví­vetna.

  Bjarki Bjarna­son

  Fund­ar­gerð 186. fund­ar sam­þykkt á 712. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.