Mál númer 201801031F
- 7. febrúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #710
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar tekur heilshugar undir jákvæða bókun skipulagsnefndar um Borgarlínu.Til að varpa ljósi á tilurð verkefnisins er vert að geta þess að íbúar í Reykjavík eru t.d. nálægt því að slá heimsmet í bílaeign með 620 bíla á hverja 1000 íbúa. Höfuðborgin stendur jafnfætis mestu bílaborgum Ameríku, Atlanta og Houston sem er hrollvekjandi. Til samanburðar er bílaeign í Þrándheimi 400, Stokkhólmi og Osló 370 og í Kaupmannahöfn 230 á hverja 1000 íbúa.
Uppbygging almenningsamgangna á höfuðborgarsvæðinu hefur setið á hakanum of lengi en nú er lag. Staðreyndir tala líka sínu máli. Árið 1960 fóru Reykvíkingar 238 ferðir í strætó á ári, árið 2000 hafði þeim fækkað í 66. Náðst hefur víðtæk samstaða þvert á flokkslínur innan SSH um Borgarlínu og mikilvægt að bæjarfulltrúar gæti þess að Mosfellingar verði ekki útundan þegar kemur að uppbyggingu hennar.
Sigrún H PálsdóttirFundargerð 454. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 710. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.