Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201801031F

  • 7. febrúar 2018

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #710

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tek­ur heils­hug­ar und­ir já­kvæða bók­un skipu­lags­nefnd­ar um Borg­ar­línu.

    Til að varpa ljósi á til­urð verk­efn­is­ins er vert að geta þess að íbú­ar í Reykja­vík eru t.d. ná­lægt því að slá heims­met í bíla­eign með 620 bíla á hverja 1000 íbúa. Höf­uð­borg­in stend­ur jafn­fæt­is mestu bíla­borg­um Am­er­íku, Atlanta og Hou­ston sem er hroll­vekj­andi. Til sam­an­burð­ar er bíla­eign í Þránd­heimi 400, Stokk­hólmi og Osló 370 og í Kaup­manna­höfn 230 á hverja 1000 íbúa.

    Upp­bygg­ing al­menn­ing­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur set­ið á hak­an­um of lengi en nú er lag. Stað­reynd­ir tala líka sínu máli. Árið 1960 fóru Reyk­vík­ing­ar 238 ferð­ir í strætó á ári, árið 2000 hafði þeim fækkað í 66. Náðst hef­ur víð­tæk sam­staða þvert á flokkslín­ur inn­an SSH um Borg­ar­línu og mik­il­vægt að bæj­ar­full­trú­ar gæti þess að Mos­fell­ing­ar verði ekki útund­an þeg­ar kem­ur að upp­bygg­ingu henn­ar.
    Sigrún H Páls­dótt­ir

    Fund­ar­gerð 454. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 710. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.