Mál númer 201801030F
- 7. febrúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #710
Bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lýsa áhyggjum sínum vegna þeirrar óánægju með grunnskóla bæjarins sem kemur fram í þjónustukönnun Capacent. Könnunin er því miður þannig upp byggð að hún veitir engar vísbendingar eða skilaboð um hvað er að og þ.a.l. engan vegvísi um hvernig skuli bregðast við. Niðurstöðurnar benda til þess að gera þurfi markvissa og ítalega könnun meðal foreldra skólabarna til að komast að því hvað valdi þessari niðurstöðu.Anna Sigríður Guðnadóttir og Ólafur Ingi Óskarsson
Bókun V og D lista
Við fögnum því sérstaklega hversu vel Mosfellsbær kemur út úr árlegri þjónustukönnun Capacent en Mosfellsbær er í 2. sæti þegar kemur að almennri ánægju íbúa.Mosfellsbær hefur um áraraðir verið í fremstu röð sveitarfélaga í þessari könnun og því ber að fagna.
Mosfellsbær hefur lengi verið í farabroddi í nýsköpun í skólastarfi og kannanir meðal foreldra benda til almennrar ánægju með skólana okkar. Það er þó svo að einkunn okkar varðandi grunnskóla í umræddri könnun lækkar milli ára og það er áhyggjuefni.
Mikilvægt er að hlustað sé á þessa niðurstöðu, kannanir meðal foreldra og kennara rýndar og sérfræðingum skólaskrifstofu og skólanna falið að kanna hvar úrbóta er þörf.
Markmið okkar er nú sem endranær að skólar í Mosfellsbæ séu í fremstu röð.
Afgreiðsla 345. fundar fræðslunefndar samþykkt á 710. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.