Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201801030F

  • 7. febrúar 2018

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #710

    Bók­un bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar lýsa áhyggj­um sín­um vegna þeirr­ar óánægju með grunn­skóla bæj­ar­ins sem kem­ur fram í þjón­ustu­könn­un Capacent. Könn­un­in er því mið­ur þann­ig upp byggð að hún veit­ir eng­ar vís­bend­ing­ar eða skila­boð um hvað er að og þ.a.l. eng­an veg­vísi um hvern­ig skuli bregð­ast við. Nið­ur­stöð­urn­ar benda til þess að gera þurfi mark­vissa og íta­lega könn­un með­al for­eldra skóla­barna til að kom­ast að því hvað valdi þess­ari nið­ur­stöðu.

    Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir og Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

    Bók­un V og D lista
    Við fögn­um því sér­stak­lega hversu vel Mos­fells­bær kem­ur út úr ár­legri þjón­ustu­könn­un Capacent en Mos­fells­bær er í 2. sæti þeg­ar kem­ur að al­mennri ánægju íbúa.

    Mos­fells­bær hef­ur um árarað­ir ver­ið í fremstu röð sveit­ar­fé­laga í þess­ari könn­un og því ber að fagna.

    Mos­fells­bær hef­ur lengi ver­ið í fara­broddi í ný­sköp­un í skólastarfi og kann­an­ir með­al for­eldra benda til al­mennr­ar ánægju með skól­ana okk­ar. Það er þó svo að einkunn okk­ar varð­andi grunn­skóla í um­ræddri könn­un lækk­ar milli ára og það er áhyggju­efni.

    Mik­il­vægt er að hlustað sé á þessa nið­ur­stöðu, kann­an­ir með­al for­eldra og kenn­ara rýnd­ar og sér­fræð­ing­um skóla­skrif­stofu og skól­anna fal­ið að kanna hvar úr­bóta er þörf.

    Markmið okk­ar er nú sem endra­nær að skól­ar í Mos­fells­bæ séu í fremstu röð.


    Af­greiðsla 345. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 710. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.