Mál númer 201801023F
- 7. febrúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #710
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir að ráðning bæjarlögmanns heyri framvegis beint undir fjölskipaða bæjarstjórn. Bæjarlögmaður er lykilstarfsmaður sem hefur veigamiklu hlutverki að gegna fyrir sveitarfélagið og í tengslum við úrvinnslu á málum innan stjórnsýslunnar og stuðning við bæjarfulltrúa. Umrædd staðsetning embættisins í skipuriti Mosfellsbæjar er liður í að efla faglegt sjálfstæði bæjarlögmanns.Tillagan felld með 8 atkvæðum D-, V- og S-lista gegn einu atkvæði M-lista.
Afgreiðsla 1339. fundar bæjarráðs samþykkt á 710. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.