Mál númer 201801016F
- 24. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #709
Bókun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar við málið nr. 201410300.
Á 453. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að senda nýjan og endurbættan uppdrátt til Skipulagsstofnunar. Rökin fyrir því að bæjarstjórn Mosfellsbæjar telur að ekki sé nauðsynlegt að auglýsa tillöguna að nýju er sú að eingöngu sé verið að koma til móts við ábendingar Skipulagsstofnunar m.a. um að deiliskiplagssvæðið sé í samræmi við aðalskipulag og að bílastæði rúmist innan svæðis sem skilgreint er sem afþreyingar og ferðamannasvæði í aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Aðkomuvegur að svæðinu er ekki að breytast á nýrri og endubættri tillögu. Á auglýsingatíma tillögunnar komu ekki fram neinar athugasemdir eða ábendingar varðandi tillöguna en íbúum Mosfellsbæjar og öðrum sem gefinn var kostur á að koma með ábendingar komu ekki með neinar ábendingar eða athugasemdir. Brugðist hefur verið við öllum ábendingum Skipulagsstofnunar og því telur bæjarstjórn Mosfellsbæjar að tillöguna þurfi ekki að auglýsa að nýju og samþykktir því bókun skipulagsnefndar um að fela skipulagsfulltrúa að senda nýjan og endurbættan uppdrátt til Skipulagsstofnunar.
Bókun samþykkt með 8 atkvæðum, fulltrúi Íbúahreyfingarinnar sat hjá.
Fundargerð 453. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 709. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.