Mál númer 201712004F
- 13. desember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #707
Bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar taka undir bókun skipulagsnefndar vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 hvað varðar nýtt iðnaðarsvæði í Álfsnesvík og að ráðist verði í greiningu á þeim kostum innan og utan vaxtarmarka svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins sem þykja henta undir athafna- og iðnaðarsvæði. Einnig leggjum við ríka áherslu á að þess verði gætt að tekið verði fullt tillit til náttúrgæða og samfélags þegar slík svæði eru skipulögð.
Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi Óskarsson.Fundargerð 450. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 707. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.