Mál númer 201509110
- 23. september 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #656
Fjölskyldunefnd veitir árlega jafnréttisviðurkenningu þeim einstaklingi, stofnun, fyrirtæki eða félagasamtökum sem hafa lagt sig fram við að framfylgja jafnréttislögum og Evrópusáttmálanum um jafna stöðu kvenna og karla.
Afgreiðsla 235. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 656. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. september 2015
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #235
Fjölskyldunefnd veitir árlega jafnréttisviðurkenningu þeim einstaklingi, stofnun, fyrirtæki eða félagasamtökum sem hafa lagt sig fram við að framfylgja jafnréttislögum og Evrópusáttmálanum um jafna stöðu kvenna og karla.
Tvær tilnefningar bárust, önnur um búsetukjarnan að Þverholti þar sem unnið hefur verið markvisst að fá karla til starfa með góðum árangir en þar er kynjahlutfall jafnt. Hin tilnefningin er um Tamar Lipku sem var fremst í flokki free the nipple byltingunni.
Fjölskyldunefnd samþykkir með þremur atkvæðum að veita búsetukjarnanum að Þverholti jafnréttisviðurkenningu Mofsellsbæjar árið 2016. Fulltrúi íbúahreyfingarinnar greiddi atkvæði með Tamar Lipku.