Mál númer 201206008F
- 20. júní 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #583
Fundargerð 1078. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 583. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Til máls tóku: JJB, BH, HS, KGÞ og JS.
Bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskaði eftir 2 dagskrárliðum fyrir bæjarráðsfund 1078 14. júní 2012 með augljósum hætti 7. júní 2012.<BR>Annarsvegar var óskað eftir umræðum um uppsögn 12 kennara í Varmárskóla, en í grein í Mosfellingi kemur fram að uppsagnir séu vegna óánægju með stjórn skólans. Við eftirgrenslan kom í ljós að málinu hafði verið hafnað án umræðu á grundvelli þess að stjórnendur skólans töldu ekki að vandamál væri til staðar.<BR>Hitt málið snérist um að fá umræður um útsendingu bæjarstjórnarfunda og fylgdi með lausn og kostnaður Fljótsdalshéraðs sem hefur töluvert færri íbúa en Mosfellsbær.
Fulltrúi íbúahreyfingarinnar hefur einnig óskað eftir máli á bæjarstjórnarfund sem ekki hefur verið sinnt, málið snýst um að meirihlutinn virðist túlka ákvarðanir bæjarráðs sem formsatriði eins og sjá má við afgreiðslu á viðgerð Hlégarðs.<BR>Fulltrúi íbúahreyfingarinnar hefur einnig óskað eftir einföldum upplýsingum um laun æðstu embættismanna, sæmbærilegar upplýsingar og sendar eru á launamiðum til RSK,
en hefur enn ekki fengið.
Um ítrekuð brot er að ræða og því hafa málin verið kærð til sveitarstjórnarráðuneytis.
Íbúahreyfingin hvetur meirihlutann, bæjarstjóra, formann bæjarráðs, forseta bæjarstjórnar og embættismenn að virða rétt bæjarfulltrúa til þess að setja mál á dagskrá og til upplýsinga eins og kveðið er á um í sveitarstjórnarlögum.
Jón Jósef Bjarnason<BR>Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ.
Bókun V og D lista vegna bókunar Íbúahreyfingarinnar.<BR>Það er rangt að því hafi verið hafnað að taka umrædd mál á dagskrá.<BR>Varðandi mál í Varmárskóla þá sendi framkvæmdastjóri fræðslusviðs upplýsingar til allra bæjarfulltrúa sem vörðuðu það mál strax í kjölfar fyrirspurnar fulltrúa Íbúahreyfingarinnar þar sem upplýst var um stöðu málsins. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerði ekki athugasemd við útsenda dagskrá 1078 fundar bæjarráðs eða gerði athugasemdir við hana í upphafi fundar og því koma þessar ásakanir mjög á óvart. <BR>Hvað varðar útsendingar bæjarstjórnarfundar Fljótsdalshéraðs þá hafa fulltrúar V og D lista ekki upplýsingar um málið eða að óskað hafi verið efti r því að það kæmi á dagskrá. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerði ekki athugasemdi við útsenda dagskrá bæjarráðs eða gerði athugasemdir við hana í upphafi 1078 fundar og því koma þessar ásakanir mjög á óvart. <BR>Hvað varðar málefni Hlégarðs og að ekki hafi verið orðið við því að taka það á dagskrá bæjarstjórnar þá er það mál á dagskrá bæjarstjórnarfundar í dag, undir fundargerð bæjarráðs nr. 1077. máli nr. 6. Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskaði ekki eftir því að taka til máls undir málinu.<BR>Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs barst um sl. mánaðarmót beiðni frá Íbúahreyfingunni um launakjör embættismanna 10 ár aftur í tímann. Það mál í er í vinnslu stjórnsýslusviðs.