Mál númer 201204022F
- 9. maí 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #580
Fundargerð 1073. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 580. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Í lok þessa 1073. fundar bæjarráðs var farin vettvangsferð til Sorpu bs. í Álfsnesi.
Til máls tóku: HSv, HP, JJB, JS, BH, HS og KT.
Vettvangsferð bæjarráðs á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi staðfestir áhyggjur bæjarstórnar á lyktarmálum frá urðunarstaðnum. Ljóst má vera að ekki hefur tekist að leysa þessi mál svo ásættanlegt sé og hefur bæjarstjórn Mosfellsbæjar miklar áhyggjur af þróun mála í Álfsnesi. Bæjarstjórn tekur undir ályktun íbúafundar sem haldin var þann 3. maí sl. en þar segir:
"Íbúafundur sem haldinn var í Listasal Mosfellsbæjar 3. maí sl. um starfsemi SORPU bs. í Álfsnesi, leggst gegn því að SORPA fái áframhaldandi starfsleyfi í Álfsnesi. Íbúafundurinn telur starfsemina ekki eiga heima nálægt byggð meðal annars vegna lyktarmengunar. Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til á undanförnum árum til að bregðast við lyktarmenguninni hafa ekki skilað tilætluðum árangri.<BR>Íbúafundurinn skorar á stjórn SORPU og og aðildarsveitarfélög að standa saman að því að finna nýtt framtíðarsvæði fyrir starfsemi SORPU."
Tillaga Íbúahreyfingarinnar.<BR>Í heimsókn bæjarráðs til Sorpu síðasta fimmtudag, stóð yfir losun á lyktarsterkum úrgangi úr gámabíl í seyruholu, en við það gaus upp gríðarleg og óbærileg lykt. Íbúahreyfingin leggur til við bæjarstjórn að hún fari fram á við Sorpu að lyktarsterkum úrgangi sé eingöngu safnað í þar til gerða bíla sem útbúnir eru með dælubúnað og að "klósettið" sem notað er fyrir gámabíla verði ekki opnað nema líf liggi við. <BR>Tilgangurinn með þessu er að losa íbúa Mosfellsbæjar við verstu óþægindin þar til fundin er ný staðsetning fyrir Sorpu.<BR>Jón Jósef Bjarnason.
Til máls tóku um tillöguna: HS, JS, BH, JJB, HSv, HP og KT.
Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.
<BR>Bókun fullrúa D-, V- og S- lista.<BR>Með tillögu þessari er ljóst að fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir sér ekki fulla grein fyrir því vandamáli sem íbúar Mosfellsbæjar standa frammi fyrir vegna starfsemi SORPU bs. í Álfsnesi. Um er að ræða einföldun á mun víðtækara vandamáli.