Mál númer 201109017F
- 28. september 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #565
Fundargerð 1045. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 565. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Bæjarstjórnarmaður Jón Jósef Bjarnason óskaði umræðna um fundarsköp þessa fundar bæjarráðs.
Til máls tóku: JJB og HS.
Bókun vegna fundarskapa á fundi bæjarráðs nr. 1045.
Dagskrá bæjarráðsfundar 1045 var send út með venjubundnum hætti, en við upphaf fundarins var óskað eftir að taka 2 mál á dagskrá til viðbótar.<BR>Bæjarráðsmaður Íbúahreyfingarinnar óskaði eftir að öðru þessara mála yrði frestað til næsta fundar og sett á dagskrá eins og önnur mál. Því var hafnað af formanni bæjarráðs, sem er tvímælalaust brot á 47. gr. samþykkta Mosfellsbæjar þar sem segir m.a.
"Heimilt er að taka erindi til meðferðar í bæjarráði þótt ekki sé það tilgreint í dagskrá. Þó er skylt að fresta afgreiðslu slíks erindis ef einhver bæjarráðsmanna eða áheyrnarfulltrúi óskar þess."
Í 46. gr. segir m.a.
"Bæjarstjóri undirbýr bæjarráðsfundi í samráði við formann bæjarráðs...."<BR>Ábyrgð bæjarstjóra á meðhöndlun málsins er því augljós.
Bæjarráðsmaður Íbúahreyfingarinnar benti ritara bæjarráðs á þetta brot formannsins í tölvupósti eftir fundinn og í framhaldinu sendi formaður bæjarráðs tölvupóst til bæjarráðsmanna þar sem m.a. kemur fram:<BR>Deildar meiningar komu upp á sl. bæjarráðsfundi um hvort erindið "Umgengni gagna í vörslu Mosfellsbæjar" hafi verið tilkynnt inná dagskrá fundarins eða ekki. Svo virðist sem þeir sem eingöngu sáu fundarboðið rafrænt hafi ekki fengið þær upplýsingar að ræða ætti þennan lið í upphafi fundar.<BR>Engar umræður voru um það hvort dagskrárliðurinn hafi verið á boðarði dagskrá eða ekki enda bað formaður um að þessum liðum yrði bætt við, varla hafi hann gert það ef hann teldi að dagskrárliðurinn hafi verið á boðaðri dagskrá. Auk þess kemur fram í fundarboði að:<BR>"...fundarboðið er eingöngu sent rafrænt..."<BR>Eru þá 2 kerfi í gangi varðandi fundarboð og dagskrá funda, annað opinbert en hitt ekki ?<BR>Þá kemur fram að búið sé að lagfæra þetta í fundargáttinni þannig að þetta komi ekki fyrir aftur, hvað var lagfært ? Var einhver óopinber útgáfa af fundargáttinni fjarlægð ? Hvernig á að skilja þetta ?<BR>Í bréfinu kom einnig fram að formaður hyggðist bregðast við broti á 47. gr. samþykkta Mosfellsbæjar þrátt fyrir vafann um hvort erindið hafi verið tilkynnt á dagskrá eða ekki og fresta erindinu eftir að það hafði verið tekið fyrir.
Það leikur enginn vafi á og um það geta ekki verið deildar meiningar að dagskrárliðurinn var ekki í fundarboðinu enda er það eingöngu sent rafrænt.<BR>Það liggur heldur engin vafi á því að 47. gr. samþykkta Mosfellsbæjar var brotin, en ákvæðið á að tryggja að bæjarráðsmenn geti kynnt sér mál fyrir fund og lýðræðislega meðhöndlun mála. <BR>Það liggur engin vafi á því að nægur tími var til þess að setja dagskrárliðinn í dagskránna.<BR>Það er enginn vafi á að engar eðlilegar forsendur voru fyrir því að taka málið fyrir á fundinum í stað þess að fresta því.<BR>Eftir stendur að meirihlutinn er sekur um skipulega tilraun til valdníðslu sem eru viðbrögð hans við eðlilegu gagnsæi gagnvart íbúum Mosfellsbæjar.
Jón Jósef Bjarnason, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.
Bókun bæjarfulltrúa D og V lista vegna bókunar um fundarsköp.
Í rafrænu fundarboði sem sent var út þann 20. september sl. kl. 12.38 til aðal og varfulltrúa í bæjarráði var þess getið að málið "Umgengni gagna í vörslu Mosfellsbæjar" yrði rætt í upphafi fundar. Er miður að fundarboðið hafi farið fram hjá fulltrúa Íbúahreyfingarinnar líkt og og fram kemur í bókun.<BR>Í ljósi umræðna á fundinum var rætt og lagt til að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að gera lögfræðilega skoðun á því hvort brotið hafi verið gegn reglum Mosfellsbæjar um meðferð mála, ákveðum sveitarstjórnarlaga og ákvæðum annarra laga sem kveða á um vernd persónuupplýsinga þegar Íbúahreyfingin birti upplýsingar um afskriftir til lögaðila í Mosfellsbæ í dreifibréfi til íbúa í september sl. Var tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum.<BR>Rétt er að fram kom tillaga um að fresta málinu þar sem fulltrúi Íbúahreyfingarinnar hafi ekki vitað að málið var yrði rætt á fundinum, þrátt fyrir að það hafi komið fram á fundarboðinu. <BR>Af þessum sökum var ákveðið að fresta málinu í upphafi bæjarstjórnarfundar í dag og verður það aftur til umfjöllunar á næsta fundi bæjaráðs. <BR>Ómálefnalegum fullyrðingum um valdníðslu er algjörlega vísað á bug.
Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Íbúahreyfingin ítrekar að viðkomandi mál var ekki á dagskrá í rafrænu fundarboði og í ljósi bókunar meirihlutans mun Íbúahreyfingin kæra málsmeðferðina til innanríkisráðuneytis skv. 103 gr. Sveitarstjórnarlaga.