Mál númer 201102263
- 2. mars 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #553
Til máls tóku: HSv, BH, JJB, KT, HP, JS og HS.
Fundargerð 359. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram á 553. fundi bæjarstjórnar.
Varðandi lið 4 í fundargerðinni, óskar bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar að eftirfarandi verði bókað:<BR>Að ekki verði samið við stéttarfélög um áframhaldandi beinar greiðslur til þeirra sem ekki komi fram á launaseðli launafólks. Hér er átt við allar greiðslur hverju nafni sem þær nefnast. Það ógagnsæi sem ríkir um þessar greiðslur gagnvart launafólki gerir því ókleift að hafa eðlilegt eftirlit með launum sínum og réttindum.<BR>Að mótframlag í lífeyrissjóði verði eftirleiðis tilgreint á launaseðlum launafólks og að sú greiðsla veiti launagreiðendum engan rétt til áhrifa í lífeyrissjóðum launafólks. <BR>Að Samband íslenskra sveitarfélaga virði 74. grein stjórnarskrár og semji við þau félög sem óska eftir samningum en þröngvi launafólki ekki til þess að tilheyra ákveðnu félagi.<BR>Að ekki sé samið við stéttarfélög þar sem lýðræði og gagnsæi gagnvart launafólki er ekki virt.<BR>Að greiðslur í atvinnutryggingasjóð verði meðhöndlaðar á sama hátt og annar tekjuskattur á launþega á launaseðli launafólks í stað þess að fela skattheimtuna og gera launafólki ókleift að fylgjast með launum sínum og réttindum.
Jón Jósef Bjarnason,<BR>Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.
Varðandi lið 6 í fundargerðinni, óskar bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar að eftirfarandi verði bókað:<BR>Að vandað verði vandað til bókana þannig að ljóst sé hvað verið sé að ræða.
Jón Jósef Bjarnason,<BR>Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.