Mál númer 201011271
- 1. desember 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #547
Samkvæmt lögum skal ákveða útsvarsprósentu og tilkynna hana til fjármálaráðuneytis.
Til máls tóku: HSv, BJó, BH, JS
Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum gegn einu atkvæði, að útsvarshlutfall árið 2011 verði 13,28%. Fyrirvari er þó um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20% sem af því leiðir, þá verður álagningarhlutfall útsvars 14,48% á árinu 2011.