Mál númer 201011237
- 1. desember 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #547
Til máls tóku: HSv, BJó, BH, HP, JS,
Bæjarstjórn samþykkir að beina því til stjórnar heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis að endurskoða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 með þrennt í huga.<BR>Í fyrsta lagi að skoðaður verði kostnaður annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við heilbrigðiseftirlit og hann borinn saman við kostnað vegna heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis. Í öðru lagi að horft verði til lækkunar kostnaðar vegna reksturs byggðasamlaga innan SSH þar sem gert er ráð fyrir að framlög eigenda lækki um 5% á árinu 2011. Í þriðja lagi að endurskoða kostnað sem tengist ferðalögum erlendis á vegum eftirlitsins, til að gæta samræmis við aðra starfsmenn sveitarfélaganna.
Fundargerð 6. fundar stjórnar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis að öðru leyti lögð fram á 547. fundi bæjarstjórnar.