Mál númer 201010024F
- 3. nóvember 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #545
Til máls tóku: JJB, KGÞ, HSv og HP.
Bæjarfulltrúi M-lista telur það ekki samræmast 19. gr. sveitarstjórnarlaga að nefndarmaður í fjölskyldunefnd vinni lögfræðistörf á vegum nefndarinnar gegn greiðslu og gerir að tillögu sinni að viðkomandi nefndarmaður sé annað hvort í nefndinni eða sinni lögfræðistörfum fyrir nefndina, en ekki hvoru tveggja.
Fram kom tillaga um að vísa tillögunni til framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til umsagnar og að umsögnin berist bæjarráði.
Tillagan borin upp og samþykkt með sjö atkvæðum.