Mál númer 201010021F
- 3. nóvember 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #545
Fundargerð 1000. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 545. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.<BR> <BR>Til máls tóku: JJB, HSv og HS.<BR> <BR>Bókun vegna fundarskapa, fundargerðar og fundarstjórnar.<BR>Bókun vegna bæjarráðsfundar 1000<BR>Fulltrúi M lista á bæjarráðsfundi nr. 1000 neitaði að skrifa undir fundargerð fundarins vegna þess að hún var ekki í samræmi við það sem gerðist á fundinum.<BR>Í fyrsta lagi lagði fulltrúi M lista fram ósk um 2 dagskrárliði á fundi 998, óskað var eftir þessu í upphafi fundar eins og reglur kveða á um og formaður sagðist mundu bæta þeim málum aftast án þess að bera það undir atkvæði. Tillagan var ekki færð til bókar og dagskrárliðum ekki bætt við dagskrá bæjarráðs.<BR>Í öðru lagi óskaði fulltrúi M lista eftir því að ummæli Karls Tómassonar um hljóðritanir sem hann bar upp við umræður um fjármál Mosfellsbæjar yrðu bókuð.<BR>Sú tillaga var ekki borin undir atkvæði og ekki bókuð.<BR>Í þriðja lagi óskaði fulltrúi M lista eftir fundarhléi til þess að skrifa bókun um ummæli Karls Tómassonar, því var ekki sinnt.<BR>Í fjórða lagi óskaði fulltrúi M lista eftir að bóka um ummæli Karls Tómassonar undir liðnum fjármál Mosfellsbæjar, því var hafnað.<BR>Í fimmta lagi bar fulltrúi M lista upp tillögu um að óskað væri eftir tilboðum í lóðir í Desjamýri og Krikahverfi undir liðnum ?Úthlutun lóða Í Desjamýri og Krikahverfi?. Þetta er í annað sinn sem fulltrúi M lista leggur til þessa leið til þess að freista þess að fá betra verð fyrir lóðirnar en hún var ekki bókuð þá né nú.<BR>Tillagan gengur út á það að í stað þess að auglýsa niðursett verð, verði auglýst eftir tilboðum og bærinn færi ekki neðar en það verð sem ákveðið hefur verið að lækka verð lóðanna í, hugsanlega fengi bærinn þá hærra verð. <BR>Tillagan var borin upp og felld með 2 atkvæðum Sjálfstæðisflokks og einu atkvæði Samfylkingar.<BR>Bókunin var svohljóðandi <BR>?Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að halda áfram með málið og undirbúa auglýsingu á úthlutun umræddra lóða við Desjamýri og í Krikahverfi.?<BR>Það kemur ekki fram tillaga fulltrúa M lista né að hún hafi verið felld í atkvæðagreiðslu.<BR>Í sjötta lagi kvartaði fulltrúi M lista yfir að gögn fylgdu ekki dagskrárlið um ráðningarsamning bæjarstjóra. Það hefur þó þráfaldlega verið kvartað yfir því bæði á bæjarstjórnarfundum og bæjarráðsfundum að gögn fylgi ekki málum.<BR>Formaður og rítari sögðu að það væri undir formanni komið hvort gögn fylgdu með eða ekki.<BR>Í kjölfarið óskaði fulltrúi M lista eftir að bera fram tillögu um að öll gögn fylgdu málum, formaður hafnaði því að bera tillöguna upp á þeirri forsendum að málið væri ekki til umræðu.<BR>Í sjöunda lagi kvartaði fulltrúi M lista yfir því að drög að samningi við bæjarstjóra væru trúnaðarmál, ég fékk þau svör að þau væru trúnaðarmál þar til samningurinn er undirritaður, en þá er vitaskuld ekki hægt að eiga við hann.<BR>Nú er óskað eftir tillögum bæjarbúa um sparnað hjá bæjarfélaginu. Ég geri ráð fyrir að eitthvað verði um það að fólk vilji lækka laun og draga úr hlunnindum bæjarstjóra, komið er í veg fyrir að fókið sem leitað er til eftir hugmyndum geti kynnt sér þetta mál áður en það er um seinann.<BR>Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ lýsir furðu sinni á fundarstjórn, fundarsköpum og fundargerð umrædds fundar og telur að gróflega hafi verið brotið á málfrelsi og tillögurétti bæjarráðsmanns.<BR> <BR>Bókun:<BR>Vegna bókunar M-lista um 1000. fund bæjarráðs vilja fulltrúar D og V lista taka eftirfarandi fram.<BR>Búið var að slíta fundi, undirrita fundargerð og hluti fundarmanna farinn og þar á meðal formaður þegar áheyrnarfulltrúi M-lista ákvað að strika yfir undirritun sína á fundargerðinni. Engar athugasemdir bárust til formanns vegna fundargerðarinnar eftir fundinn frá fulltrúa M-lista.<BR>Varðandi þá tvo dagskrárliði sem ekki voru á dagskrá 998. fundar þá vannst ekki tími til að ljúka fyrirliggjandi dagskrá þess fundar, en formaður hafði gefið fyrirheit um í upphafi fundar að þessir tveir dagskrárliðir yrðu teknir á dagskrá ef tími gæfist til. Fulltrúi M-lista gerði ekki athugasemd við fundargerðina eða fundarboð næsta fundar. <BR>Í III. kafla sveitarstjórnarlaga er fjallar um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna. Segir í 31. gr. um bókanir í fundargerðir. <BR>?Þeir sem rétt eiga til að taka þátt í umræðum í sveitarstjórn eiga rétt á að fá bókaðar í fundargerð stuttar athugasemdir sínar um afstöðu til þeirra mála sem til umræðu eru.?<BR>Sú bókun sem fulltrúi M-lista óskaði eftir að bókuð yrði var ekki umfjöllunarefni á fundinum og því hafnaði formaður beiðni um bókun. Varðandi fundarhlé. Þá var formaður búinn að hafna bókun af áðurgreindum forsendum.<BR>Sú tillaga sem borin var upp til atkvæða um lóðir í Desjamýri og Krikahverfi fólst í því að fela bæjarstjóra að halda áfram með málið. Fulltrúi M-lista óskaði ekki eftir því að sú tillaga sem fram kemur í bókun M-lista nú yrði bókuð og borin upp til atkvæða.<BR>Eins og fulltrúa M-lista er kunnugt voru fylgigögn vegna ráðningarsamnings við bæjarstjóra send bæjarráðsmönnum í netpósti. Málið var rætt og umræðu frestað til næsta fundar. Taka skal fram vegna athugsemdar um launakjör bæjarstjóra að samkvæmt ráðningarsamningi lækka laun bæjarstjóra um 17% frá fyrri samningi.<BR>Vísað er á bug fullyrðingum fulltrúa M-lista um brot á fundarsköpum.