Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201010021F

  • 3. nóvember 2010

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #545

    Fund­ar­gerð 1000. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 545. fundi bæj­ar­stjórn­ar&nbsp; eins og ein­stök er­indi bera með sér.<BR>&nbsp;<BR>Til máls tóku: JJB, HSv og HS.<BR>&nbsp;<BR>Bók­un vegna fund­ar­skapa, fund­ar­gerð­ar og fund­ar­stjórn­ar.<BR>Bók­un vegna bæj­ar­ráðs­fund­ar 1000<BR>Full­trúi M lista á bæj­ar­ráðs­fundi nr. 1000 neit­aði að skrifa und­ir fund­ar­gerð fund­ar­ins vegna þess að hún var ekki í sam­ræmi við það sem gerð­ist á fund­in­um.<BR>Í fyrsta lagi lagði full­trúi M lista fram ósk um 2 dag­skrárliði á fundi 998, óskað var eft­ir þessu í upp­hafi fund­ar eins og regl­ur kveða á um og formað­ur sagð­ist mundu bæta þeim mál­um aft­ast án þess að bera það und­ir at­kvæði. Til­lag­an var ekki færð til bók­ar og dag­skrárlið­um ekki bætt við dagskrá bæj­ar­ráðs.<BR>Í öðru lagi ósk­aði full­trúi M lista eft­ir því að um­mæli Karls Tóm­as­son­ar um hljóð­rit­an­ir sem hann bar upp við um­ræð­ur um fjár­mál Mos­fells­bæj­ar yrðu bókuð.<BR>Sú til­laga var ekki borin und­ir at­kvæði og ekki bókuð.<BR>Í þriðja lagi ósk­aði full­trúi M lista eft­ir fund­ar­hléi til þess að skrifa bók­un um um­mæli Karls Tóm­as­son­ar, því var ekki sinnt.<BR>Í fjórða lagi ósk­aði full­trúi M lista eft­ir að bóka um um­mæli Karls Tóm­as­son­ar und­ir liðn­um fjár­mál Mos­fells­bæj­ar, því var hafn­að.<BR>Í fimmta lagi bar full­trúi M lista upp til­lögu um að óskað væri eft­ir til­boð­um í lóð­ir í Desja­mýri og Krika­hverfi und­ir liðn­um ?Út­hlut­un lóða Í Desja­mýri og Krika­hverfi?. Þetta er í ann­að sinn sem full­trúi M lista legg­ur til þessa leið til þess að freista þess að fá betra verð fyr­ir lóð­irn­ar en hún var ekki bókuð þá né nú.<BR>Til­lag­an geng­ur út á það að í stað þess að aug­lýsa nið­ur­sett verð, verði aug­lýst eft­ir til­boð­um og bær­inn færi ekki neð­ar en það verð sem ákveð­ið hef­ur ver­ið að lækka verð lóð­anna í,&nbsp; hugs­an­lega fengi bær­inn þá hærra verð. <BR>Til­lag­an var borin upp og felld með 2 at­kvæð­um Sjálf­stæð­is­flokks og einu at­kvæði Sam­fylk­ing­ar.<BR>Bók­un­in var svohljóð­andi <BR>?Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að halda áfram með mál­ið og und­ir­búa aug­lýs­ingu á út­hlut­un um­ræddra lóða við Desja­mýri og í Krika­hverfi.?<BR>Það kem­ur ekki fram til­laga full­trúa M lista né að hún hafi ver­ið felld í at­kvæða­greiðslu.<BR>Í sjötta lagi kvart­aði full­trúi M lista yfir að gögn fylgdu ekki dag­skrárlið um ráðn­ing­ar­samn­ing bæj­ar­stjóra. Það hef­ur þó þráfald­lega ver­ið kvartað yfir því bæði á bæj­ar­stjórn­ar­fund­um og bæj­ar­ráðs­fund­um að gögn fylgi ekki mál­um.<BR>Formað­ur og rít­ari sögðu að það væri und­ir formanni kom­ið hvort gögn fylgdu með eða ekki.<BR>Í kjöl­far­ið ósk­aði full­trúi M lista eft­ir að bera fram til­lögu um að öll gögn fylgdu mál­um, formað­ur hafn­aði því að bera til­lög­una upp á þeirri for­send­um að mál­ið væri ekki til um­ræðu.<BR>Í sjö­unda lagi kvart­aði full­trúi M lista yfir því að drög að samn­ingi við bæj­ar­stjóra væru trún­að­ar­mál, ég fékk þau svör að þau væru trún­að­ar­mál þar til samn­ing­ur­inn er und­ir­rit­að­ur, en þá er vita­skuld ekki hægt að eiga við hann.<BR>Nú er óskað eft­ir til­lög­um bæj­ar­búa um sparn­að hjá bæj­ar­fé­lag­inu. Ég geri ráð fyr­ir að eitt­hvað verði um það að fólk vilji lækka laun og draga úr hlunn­ind­um bæj­ar­stjóra, kom­ið er í veg fyr­ir að fók­ið sem leitað er til eft­ir hug­mynd­um geti kynnt sér þetta mál áður en það er um sein­ann.<BR>Íbúa­hreyf­ing­in í Mos­fells­bæ lýs­ir furðu sinni á fund­ar­stjórn, fund­ar­sköp­um og fund­ar­gerð um­rædds fund­ar og tel­ur að gróf­lega hafi ver­ið brot­ið á mál­frelsi og til­lögu­rétti bæj­ar­ráðs­manns.<BR>&nbsp;<BR>Bók­un:<BR>Vegna bókun­ar M-lista um 1000. fund bæj­ar­ráðs vilja full­trú­ar&nbsp; D og V lista taka eft­ir­far­andi fram.<BR>Búið var að slíta fundi,&nbsp; und­ir­rita fund­ar­gerð og hluti fund­ar­manna far­inn og þar á með­al formað­ur þeg­ar áheyrn­ar­full­trúi M-lista ákvað að strika yfir und­ir­rit­un sína á fund­ar­gerð­inni. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust til formanns vegna fund­ar­gerð­ar­inn­ar eft­ir fund­inn frá full­trúa M-lista.<BR>Varð­andi þá tvo dag­skrárliði sem ekki voru á dagskrá 998. fund­ar þá vannst ekki tími til að ljúka fyr­ir­liggj­andi dagskrá þess fund­ar, en formað­ur hafði gef­ið fyr­ir­heit um í upp­hafi fund­ar að þess­ir tveir dag­skrárlið­ir yrðu tekn­ir á dagskrá ef tími gæf­ist til. Full­trúi M-lista gerði ekki at­huga­semd við fund­ar­gerð­ina eða fund­ar­boð næsta fund­ar. <BR>Í III. kafla sveit­ar­stjórn­ar­laga er fjall­ar um rétt­indi og skyld­ur sveit­ar­stjórn­ar­manna. Seg­ir í 31. gr. um bók­an­ir í fund­ar­gerð­ir. <BR>?Þeir sem rétt eiga til að taka þátt í um­ræð­um í sveit­ar­stjórn eiga rétt á að fá bók­að­ar í fund­ar­gerð stutt­ar at­huga­semd­ir sín­ar um af­stöðu til þeirra mála sem til um­ræðu eru.?<BR>Sú bók­un sem full­trúi M-lista ósk­aði eft­ir að bókuð yrði var ekki um­fjöll­un­ar­efni á fund­in­um og því hafn­aði formað­ur beiðni um bók­un. Varð­andi fund­ar­hlé. Þá var formað­ur bú­inn að hafna bók­un af áð­ur­greind­um for­send­um.<BR>Sú til­laga sem borin var upp til at­kvæða um lóð­ir í Desja­mýri og Krika­hverfi fólst í því að fela bæj­ar­stjóra að halda áfram með mál­ið. Full­trúi M-lista ósk­aði ekki eft­ir því að sú til­laga sem fram kem­ur í bók­un M-lista nú yrði bókuð og borin upp til at­kvæða.<BR>Eins og full­trúa M-lista er kunn­ugt voru fylgigögn vegna ráðn­ing­ar­samn­ings við bæj­ar­stjóra send bæj­ar­ráðs­mönn­um í net­pósti. Mál­ið var rætt og um­ræðu frestað til næsta fund­ar. Taka skal fram vegna at­hug­semd­ar um launa­kjör bæj­ar­stjóra að sam­kvæmt ráðn­ing­ar­samn­ingi lækka laun bæj­ar­stjóra um 17% frá fyrri samn­ingi.<BR>Vísað er á bug full­yrð­ing­um full­trúa M-lista um brot á fund­ar­sköp­um.