Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201008015

  • 13. desember 2017

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #707

    Að­geng­is­mál. Að­gengi fatl­aðra í Mos­fells­bæ.

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um að­gengi fatl­aðra
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar lýs­ir yfir ánægju með út­tekt um­hverf­is­sviðs á að­gengi fatl­aðra nem­enda í Mos­fells­bæ. Ástand­ið er skv. skýrsl­unni veru­legt áhyggju­efni sem krefst taf­ar­lausra að­gerða.
    Sigrún H Páls­dótt­ir

    Bók­un V og D lista
    Not­end­ráð­ið er mik­il­væg­ur vett­vang­ur sem eyk­ur og bæt­ir sam­skipti fatl­aðra íbúa við stjórn­sýslu bæj­ar­ins. Góð út­tekt hef­ur ver­ið gerð á að­gengi fyr­ir alla í Mos­fells­bæ og þar koma fram marg­ar mik­il­væg­ar og góð­ar ábend­ing­ar sem unn­ið er eft­ir.

    Bók­un full­trúa S lista
    Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fagna því að Access Ice­land hafi ver­ið feng­ið til að taka út að­geng­is­mál í íþrótta­hús­inu að Varmá.

    Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um formanns not­enda­ráðs fatl­aðs fólks er full­ur vilji til að vinna mark­visst að úr­bót­um þeirra at­riða sem talin eru ófull­nægj­andi í skýrsl­unni.

    Þá er einn­ig gott að fyr­ir liggi út­tekt­ir á skóla­hús­næði bæj­ar­ins og al­manna­rými sem þeg­ar er byrj­að að vinna eft­ir. Sú skýrsla er 7 ára göm­ul og æski­legt væri að gera nýja út­tekt til að sjá hver stað­an er í dag.

    Sam­fylk­ing­in tel­ur mjög mik­il­vægt að vel sé stað­ið að að­geng­is­mál­um í bæn­um og bind­ur mikl­ar von­ir við ráð­legg­ing­ar og eft­ir­fylgni not­enda­ráðs í þeim efn­um.

    Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
    Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

    Af­greiðsla 3. fund­ar Not­enda­ráðs fatl­aðs fólks sam­þykkt á 707. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 5. desember 2017

      Not­endaráð fatl­aðs fólk #3

      Að­geng­is­mál. Að­gengi fatl­aðra í Mos­fells­bæ.

      Jó­hanna Björg Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs kom á fund­inn og kynnti að­geng­is­mál í Mos­fells­bæ ásamt að svara fyr­ir­spurn­um.

      Jó­hanna kynnti átak í að­gengi og ferl­imál­um á næsta ári. Ein­stak­ling­ar geta sett inn ábend­ing­ar og merkt þær á kortaskjá Mos­fell­inga á mos.is.