Mál númer 201008015
- 13. desember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #707
Aðgengismál. Aðgengi fatlaðra í Mosfellsbæ.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar um aðgengi fatlaðra
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar lýsir yfir ánægju með úttekt umhverfissviðs á aðgengi fatlaðra nemenda í Mosfellsbæ. Ástandið er skv. skýrslunni verulegt áhyggjuefni sem krefst tafarlausra aðgerða.
Sigrún H PálsdóttirBókun V og D lista
Notendráðið er mikilvægur vettvangur sem eykur og bætir samskipti fatlaðra íbúa við stjórnsýslu bæjarins. Góð úttekt hefur verið gerð á aðgengi fyrir alla í Mosfellsbæ og þar koma fram margar mikilvægar og góðar ábendingar sem unnið er eftir.Bókun fulltrúa S lista
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fagna því að Access Iceland hafi verið fengið til að taka út aðgengismál í íþróttahúsinu að Varmá.Samkvæmt upplýsingum formanns notendaráðs fatlaðs fólks er fullur vilji til að vinna markvisst að úrbótum þeirra atriða sem talin eru ófullnægjandi í skýrslunni.
Þá er einnig gott að fyrir liggi úttektir á skólahúsnæði bæjarins og almannarými sem þegar er byrjað að vinna eftir. Sú skýrsla er 7 ára gömul og æskilegt væri að gera nýja úttekt til að sjá hver staðan er í dag.
Samfylkingin telur mjög mikilvægt að vel sé staðið að aðgengismálum í bænum og bindur miklar vonir við ráðleggingar og eftirfylgni notendaráðs í þeim efnum.
Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonAfgreiðsla 3. fundar Notendaráðs fatlaðs fólks samþykkt á 707. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. desember 2017
Notendaráð fatlaðs fólk #3
Aðgengismál. Aðgengi fatlaðra í Mosfellsbæ.
Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs kom á fundinn og kynnti aðgengismál í Mosfellsbæ ásamt að svara fyrirspurnum.
Jóhanna kynnti átak í aðgengi og ferlimálum á næsta ári. Einstaklingar geta sett inn ábendingar og merkt þær á kortaskjá Mosfellinga á mos.is.
- Fylgiskjal201008015 - aðgengismál.pdfFylgiskjalIthrottahus_Varma_Mosfellsbae_20.08.2017.pdfFylgiskjalSkýrslur um aðgengi allra að íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ.pdfFylgiskjalAðgengi fyrir alla - 2016 -Velferðarráðuneyti.pdfFylgiskjalAðgengi fatlaðra í Mosfellsbæ - skýrsla unnin af Reyni Smára Atlasyni.pdf