Mál númer 201003303
- 7. apríl 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #533
<DIV>Afgreiðsla 974. fundar bæjarráðs staðfest á 533. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 25. mars 2010
Bæjarráð Mosfellsbæjar #974
Til máls tóku: HSv, HS, JS og MM.%0D %0D%0DBæjarráð Mosfellsbæjar telur brýnt að samið verði um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu nú þegar, svo hægt verði að eyða óvissu um þessa mikilvægu þjónustu á komandi árum. Afar mikilvægt er að bráðaþjónustan á höfuðborgarsvæðinu verði ekki sett í uppnám, en að óbreyttu bendir allt til þess að í það stefni. Ekki er síður mikilvægt að samningar náist um að sjúkraflutningaþjónusta verði áfram af þeim gæðum sem verið hefur, en þau eru ekki síst tilkomin vegna samreksturs slökkviliðs og sjúkraflutningaþjónustu, enda liggja þar möguleikar til menntunar og þjálfunar starfsmanna í krafti stærðar og samlegðar. Málið varðar velferð og öryggi allra þeirra sem starfa, koma saman, fara um eða búa á höfuðborgarsvæðinu. Íbúar svæðisins, sem og aðrir landsmenn, gera æ ríkari kröfur til opinberra aðila um öryggi og vernd og að bráðaþjónustan sé eins og best verður á kosið. Sveitarfélögin hafa sinnt sjúkraflutningum frá því snemma á síðustu öld og eru því vel í stakk búin til þess að sjá áfram um málaflokkinn. Bæjarráð Mosfellsbæjar hvetur stjórnvöld til þess að ganga strax til samninga við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um rekstur sjúkraflutninga á svæðinu og tryggja þannig áfram þjónustu og öryggi við íbúa.