25. mars 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Marteinn Magnússon áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Löggarðs varðandi lóð úr landi Úlfarsfells, landnr. 125474200708130
Kynnt er krafa um bætur á grundvelli 33. greinar skipulags- og byggingarlaga
%0DTil máls tóku: HS, SÓJ, MM og HSv.<BR>Framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs lagði fram og gerði grein fyrir erindi sem borist hefur þar sem krafist er bóta á grundvelli 33. gr. skipulags og byggingarlaga og var honum falið að svara erindinu.<BR>
2. Ársreikningur Sorpu bs 2009201003276
Til máls tóku: HS, JS og MM.<BR>Ársreikningurinn laður fram.
3. Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi gjaldskrá.201003281
Til máls tóku: HSv, JS, MM, ÓG og SÓJ.<BR>Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að óska frekari skýringa á tillögu að hækkun gjaldskrár Heilbrigðiseftirlitsins<BR>
4. Sjúkraflutningar á höfuðborgarsvæðinu201003303
Til máls tóku: HSv, HS, JS og MM.%0D %0D%0DBæjarráð Mosfellsbæjar telur brýnt að samið verði um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu nú þegar, svo hægt verði að eyða óvissu um þessa mikilvægu þjónustu á komandi árum. Afar mikilvægt er að bráðaþjónustan á höfuðborgarsvæðinu verði ekki sett í uppnám, en að óbreyttu bendir allt til þess að í það stefni. Ekki er síður mikilvægt að samningar náist um að sjúkraflutningaþjónusta verði áfram af þeim gæðum sem verið hefur, en þau eru ekki síst tilkomin vegna samreksturs slökkviliðs og sjúkraflutningaþjónustu, enda liggja þar möguleikar til menntunar og þjálfunar starfsmanna í krafti stærðar og samlegðar. Málið varðar velferð og öryggi allra þeirra sem starfa, koma saman, fara um eða búa á höfuðborgarsvæðinu. Íbúar svæðisins, sem og aðrir landsmenn, gera æ ríkari kröfur til opinberra aðila um öryggi og vernd og að bráðaþjónustan sé eins og best verður á kosið. Sveitarfélögin hafa sinnt sjúkraflutningum frá því snemma á síðustu öld og eru því vel í stakk búin til þess að sjá áfram um málaflokkinn. Bæjarráð Mosfellsbæjar hvetur stjórnvöld til þess að ganga strax til samninga við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um rekstur sjúkraflutninga á svæðinu og tryggja þannig áfram þjónustu og öryggi við íbúa.
5. Erindi FMOS varðandi samstarfsverkefni Mosfellsbæjar, FMOS og Aftureldingar201003317
Til máls tóku: HS, HSv, JS og MM.<BR>Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar.
6. Opnunartími Lágafellslaugar201003350
%0DTil máls tóku: HS, HSv, JS, MM og ÓG.<BR>Samþykkt með þremur atkvæðum að veita aukafjárveitingu að upphæð 1.921.200 kr. í samræmi við framlagt minnisblað íþróttafulltrúa og verði upphæðin tekin af liðnum ófyrirséð. Opnun samkvæmt minnisblaðinu verði til 1. september 2010.