30. mars 2022 kl. 16:00,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir varaformaður
- Andrea Jónsdóttir aðalmaður
- Margrét Gróa Björnsdóttir aðalmaður
- Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Magnús Sverrir Ingibergsson áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstunda- og forvarnarfulltrúi Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög 2022-2024202203831
Drög að samningum við íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarráð að samþykkja fyrirliggjandi drög að samstarfssamningum við íþrótta- og tómstundafélög 2022-2024. Samningar byggja á fyrri samningum sem gerðir voru 2018-2021. Samningar voru unnir í samstarfi við félögin. Líkt og áður munu félögin gera grein fyrir nýtingu fjármuna með reglulegum skýrslu eins og kveðið er á um í samningum.
2. Styrkir til efnilegra ungmenna 2022202203739
Fyrir liggja 17 umsóknir frá Mosfellskum ungmennum vegna styrks til efnilegra ungmenna 2022.
í ár bárust nefndinni 17 umsóknir, Allir umsóknaraðilar eru sannarlega vel að styrknum komnir og íþrótta- og tómstundanefnd þakkar öllum aðilum fyrir sínar umsóknir. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að eftirfarandi ungmenni hljóti styrk sumarið 2021 til að stunda sína tómstund- og íþrótt. Sjá fylgiskjal merkt minnisblað til bæjarstjórnar - trúnaðarmál.