27. ágúst 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Erla Edvardsdóttir (EE) formaður
- Katarzyna Krystyna Krolikowska (KKr) áheyrnarfulltrúi
- Margrét Gróa Björnsdóttir (MGB) áheyrnarfulltrúi
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) aðalmaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslu- og frístundasvið
- Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
- Guðjón Svansson leiðtogi í íþrótta- og lýðheilsumála
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstunda- og forvarnarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Íþróttavika Evrópu 2024202405442
Kynning á íþróttaviku Evrópu 2024 og þátttöku Mosfellsbæjar í verkefninu með styrk frá ÍSÍ.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir kynningu á dagskrá íþróttavikunnar í Mosfellsbæ og fagnar þeim áherslum sem þar eru lagðar á náttúruíþróttir, hreyfingu, heilsueflandi fyrirlestrara og viðburði.
2. Þátttaka Mosfellsbæjar í verkefninu Fótbolti fyrir alla202408173
Þátttaka Mosfellsbæjar í verkefninu Fótbolti fyrir alla sem samþykkt var af bæjarráði.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir kynningu á verkefninu Fótbolti fyrir alla og fagnar þáttöku Mosfellsbæjar í þessu frábæra verkefni.
3. Ársskýrsla Mosfellsbæjar 2023202406655
Kynning á ársskýrslu Mosfellsbæjar 2023 á verkefnasviði menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir kynningu á ársskýrslu Mosfellsbæjar og leggur áherslu á að áfram verði unnið að öflun og miðlun upplýsinga á sviði menningar-, íþrótta- og lýðheilsu í Mosfellsbæ.
4. Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2022-2026202208443
Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2022-2026 - drög til umræðu
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir kynningu á stöðu framkvæmdar á verkefnum starfsáætlunar íþrótta- og tómstundanefndar 2022 til 2026 og fagnar þeim framgangi sem náðst hefur.