27. júní 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) varaformaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Samþykkt með 3 atkvæðum í upphafi fundar að taka mál nr. 5 á útsendri dagskrá af dagskrá en málið er afgreitt.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kvíslartunga 118 / Umsókn um viðbót við lóð201906050
Erindi til Bæjarstjórnar / Bæjarráðs Mosfellsbæjar vegna beiðni um stækkun lóðar númer 118 við Kvíslartungu.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsfulltrúa.
2. Nýliðun og nýútskrifaða kennara til starfa201903541
Umsögn framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs.
Umsögn framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs lögð fram og framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs fer yfir stöðu málsins.
Fyrirliggjandi tillögu L- lista um að stofna starfshóp sem fái það verkefni að móta með hvaða hætti Mosfellsbær geti laðað nýútskrifaða kennara til starfa í skólum Mosfellsbæjar í framtíðinni er hafnað með 3 atkvæðum þar sem unnið er markvisst að málinu á fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar samhliða vinnu í Mennta og menningarmálaráðuneytinu.Gestir
- Linda Udengård, Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
- FylgiskjalMennta- og menningarmálaráðuneytið - Kynning á fyrirkomulagi launaðs starfsnáms kennaranema vor 2019.pdfFylgiskjalMennta- og menningarmálaráðuneytið - Kynning á námsstyrkjum vegna aukinnar nýliðunar kennara vor 2019.pdfFylgiskjalSamband íslenskra sveitarfélaga - Kynning, Nýtt starfsheiti leiðsagnarkennara.pdfFylgiskjalMosfellsbær - Nýliðun og nýútskrifaða kennara til starfa.pdf
3. Ósk um vinabæjarsamband201906328
Erindi frá Ustrzyki Dolne um vinabæjarsamband
Bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu þar sem Mosfellsbær er í vinabæjarsambandi við sveitarfélög erlendis. Bæjarráð felur forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar að svara erindinu.
4. Samræming verklags fyrir stofnanir sem starfa með börnum201905246
UNICEF á Íslandi hvetur öll sveitarfélög til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs.
5. Grænbók - stefna um málefni sveitarfélaga201905192
Umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar að senda umsögn fyrir hönd bæjarráðs í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.