17. mars 2020 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Katrín Sif Oddgeirsdóttir varaformaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
- Valborg Anna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fjölskyldunefnd samþykkti í upphafi fundar afbrigði við útsenda dagskrá og setti málið upplýsingar um COVID19 á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks 2020202002277
Nýjar reglur um náms og tækjakaup fyrir fatlað fólk lagðar fyrir til samþykktar.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa drögum að reglum um styrki til náms, verkfæra-og tækjakaupa fatlaðs fólks 2020 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa reglunum til kynningar í notendaráði fatlaðs fólks.
2. Reglur um skammtímadvöl202003011
Nýjar reglur um skammtímadvalir lagðir fyrir til samþykktar
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa drögum að reglum um skammtímadvalir til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa reglunum til kynningar í notendaráði fatlaðs fólks
3. Starfsáætlun fjölskyldunefndar 2020202001284
Starfsáætlun fjölskyldunefndar lögð fyrir að nýju.
Fjölskyldunefnd fór yfir starfsáætlun fjölskyldunefndar.
4. Stefnumótun í málaflokki fatlaðs fólks201909437
Fyrirhugaður stefnumótunarfundur í málefnum fatlaðs fólks kynntur.
Formaður notendaráðs fatlaðs fólks greindi frá því að ráðgjafi KPMG sat síðasta fund ráðsins þar sem farið var yfir möguleg þemu til umræðu við stefnumótun í málaflokknum.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fresta stefnumótunarfundi sem áætlaður var 28. mars n.k., í ljósi COVID-19, til óákveðins tíma.
6. Upplýsingar vegna COVID 19202003026
Fjölskyldunefnd samþykkti í upphafi fundar afbrigði við útsenda dagskrá og setti málið upplýsingar um COVID19 á dagskrá fundarins.
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og verkefnastjóri gæða- og þróunarmála fóru yfir viðbrögð fjölskyldusviðs vegna COVID-19.
Fundargerðir til staðfestingar
7. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 2964202003015F
Fundargerð 2964. trúnaðarmálafundar tekin fyrir á 292. fundir fjölskyldunefndar eins og einstök mál bera með sér.