3. nóvember 2020 kl. 17:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ari Jakobsson aðalmaður
- Oddný Þórarinsdóttir aðalmaður
- Elísa Eir Kristjánsdóttir varamaður
- Berglind Erla Baldursdóttir aðalmaður
- Eydís Ósk Sævarsdóttir aðalmaður
- Björn Bjarnarson aðalmaður
- Ásdís Eva Bjarnadóttir aðalmaður
- Arndís Indiana Arnarsdóttir aðalmaður
- Ásta Kristbjörnsdóttir aðalmaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið
- Embla Líf Hallsdóttir fræðslusvið
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Mosfellsbær barnvænt sveitarfélag2020081051
Mosfellsbær barnvænt Sveitarfélag - Ungmennaráð var boðað á fund Lýðræðis- og mannréttindanenfdar 29.okt og fékk kynningu á verkefninu.
Lagt fram og kynnt. Ungmennaráðinu finnst verkefnið mjög spennandi, og eru ávalt hlynnt öllum verkefnum sem að styrkja rödd unga fólksins. Ráðið mun á næstu dögum kynna sér enn betur barnasáttmálann og vinna í því að kynna hann fyrir ungmennum Mosfellsbæjar.
2. Starfsskýrsla Félagsmiðstöðva 2019-2020202010255
Starfskýrsla Félagsmiðstöðva og Mosans lögð fram og kynnt á fundinum
Starfskýrslu Félagsmiðstöðva og Mosans vísað til ungmennaráðs frá frá bæjarstjórn. Skýrslan lögð fram og kynnt. Ráðið þakkar kynninguna og starfsmönnum félagsmiðstöðva fyrir gott starf. Ráðið vil gjarnan fá næst kynnigu á því hvernig til hefur tekist að ná til unglinga og ungmenni með rafrænum félagsmiðstöðvum í þessari bylgju faraldurins.