Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. október 2022 kl. 16:30,
Fundaraðstaða Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá


Fundinn sátu

  • Erla Edvardsdóttir (EE) formaður
  • Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varaformaður
  • Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
  • Atlas Hendrik Ósk Dagbjartsson (AHÓD) aðalmaður
  • Katarzyna Krystyna Krolikowska (KKr) áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Gróa Björnsdóttir (MGB) áheyrnarfulltrúi
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) varamaður
  • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið

Fundargerð ritaði

Edda Davíðsdóttir tómstunda- og forvarnarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Heim­sókn Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar til íþrótta- og tóm­stunda­fé­laga haust 2022202208734

    Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar heimsækir þau félög í Mosfellsbæ sem gerður hefur verið samningur við varðandi barna og unglingastarf. 16:30- 17:30 Umfa - á skrifstofu félagsins að Varmá.

    Að þessu sinni heim­sótti Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Ung­menna­fé­lag­ið Aft­ur­eld­ingu. Til­gang­ur heim­sókn­anna er að ný nefnd kynn­ist starfi fé­lag­anna, áhersl­um þeirra og vænt­ing­um. Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd þakk­ar mjög góð­ar mót­tök­ur og gott sam­tal og hlakk­ar til að starfa með fé­lög­un­um á kom­andi árum. Glær­ur og fund­arpunkt­ar fylgja með sem fylgiskjöl.

    • 2. Árs­yf­ir­lit íþróttamið­stöðva202210240

      Ársyfirlit Íþróttamiðstöðva lagt fram og kynnt.

      Íþrótta­full­trúi lagði fram og kynnti árs­yf­ir­lit íþróttamið­stöðva Mos­fells­bæj­ar. Einn­ig fór hann yfir og kynnti könn­un Maskínu um hver er upp­á­halds sund­laug lands­manna.

    • 3. Starfs­hóp­ur um upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja á Varmár­svæði202210199

      Starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Varmársvæðinu

      Bók­un D lista: Full­trú­ar D lista sitja hjá við af­greiðslu máls­ins þar sem ekki ligg­ur fyr­ir hlut­verk hóps­ins. Hverj­ir eiga að sitja í hópn­um og hvað á að gera við þá sam­þykkt sem nú þeg­ar ligg­ur fyr­ir um upp­bygg­ingu á íþrótta­svæð­inu að Varmá sem sam­þykkt var á sam­ráðsvett­vangi Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar.

      Til­laga: Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd vís­ar til­lögu um stofn­un starfs­hóps vegna upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja á Varmár­svæð­inu til bæj­ar­ráðs.
      Hlut­verk hóps­ins verð­ur að vinna heild­stæða lang­tíma upp­bygg­ing­ar- og við­haldsáætlun fyr­ir íþrótta­mann­virki á Varmár­svæð­inu svo það stand­ist nú­tíma­kröf­ur. Svæð­ið verði teikn­að upp eins og það kem­ur til með að líta út full­nýtt og verk­efni tíma­sett sam­kvæmt for­gangs­röðun.
      Nið­ur­staða:
      Af­greiðsla 260 fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt með 4 at­kvæð­um, full­trú­ar D list sitja hjá.

      • 4. Sam­starfs­vett­vang­ur Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar201810279

        Fundargerðir samstarfsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar 14.sept.22 og 27.sept.22. lagðar fram.

        Frestað

      • 5. Er­indi frá Motomos vegna upp­bygg­ing­ar á íþrótta­svæði við Tungu­mela202210162

        Erindi frá Motomos vegna uppbyggingar á íþróttasvæði við Tungumela

        Er­ind­ið lagt fram. Íþrótta og tóm­stunda­nefnd vís­ar er­ind­inu til um­hverf­is­svið og íþrótta­full­trúa til umsang­ar og af­greiðslu.

      • 6. Sam­starfs­samn­ing­ar við íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög 2022-2024202203831

        Drög að samningum við íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ Nú liggja fyrir drög að uppfærðum samning við íþróttafélagið Ösp og Skíðadeild KR - samningarnir eru með sömu breytingum og hækkununm og önnur félög hafa skrifað undir á tímabilinu.

        Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd legg­ur til við bæj­ar­ráð að sam­þykkja fyr­ir­liggj­andi drög að sam­starfs­samn­ing­um við íþrótta­fé­lag­ið Ösp og skíða­deild KR - 2022-2024. Samn­ing­ar byggja á fyrri samn­ing­um sem gerð­ir voru 2018-2021. Samn­ing­ar voru unn­ir í sam­starfi við fé­lög­in. Líkt og áður munu fé­lög­in gera grein fyr­ir nýt­ingu fjár­muna með reglu­leg­um skýrslu eins og kveð­ið er á um í samn­ing­um.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00