11. janúar 2022 kl. 09:30,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Akurholt 5 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa202108388
Skipulagsnefnd samþykkti á 549. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform og byggingarleyfi fyrir stækkun húss að Akurholti 5 í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með kynningarbréfi og gögnum sem send voru til aðliggjandi húsa, Akurholts 3 og 7. Athugasemdafrestur var frá 23.11.2021 til og með 22.12.2021. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnt áform, með vísan í 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, eru áformin samþykkt og er byggingarfulltrúa heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
2. Byggðarholt 35 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202105010
Skipulagsnefnd samþykkti á 551. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform og byggingarleyfi fyrir stækkun húss að Byggðarholti 35 í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með kynningarbréfi og gögnum sem send voru til aðliggjandi húsa, Byggðarholts 25, 27, 37, 39, 41 og Brattarholts 7. Gögn voru aðgengileg á vef. Athugasemdafrestur var frá 19.11.2021 til og með 20.12.2021. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnt áform, með vísan í 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, eru áformin samþykkt og er byggingarfulltrúa heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
3. Arnartangi 50 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202110041
Skipulagsnefnd samþykkti á 554. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform og byggingarleyfi fyrir þegar byggða stækkun húss að Arnartanga 50 í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með kynningarbréfi og gögnum sem send voru til aðliggjandi húsa, Arnartanga 42, 44, 46, 47, 48 og 52. Gögn voru aðgengileg á vef. Athugasemdafrestur var frá 30.11.2021 til og með 30.12.2021. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnt áform, með vísan í 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, eru áformin samþykkt og er byggingarfulltrúa heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
4. Uglugata 40-46 - deiliskipulagsbreyting202103039
Skipulagsnefnd samþykkti á 551. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Uglugötu 40-46 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin var kynnt í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi og á vef, mos.is. Bréf voru send á umsagnaraðila og húsfélaga aðliggjandi fjölbýla að Uglugötu 32, 34, 36, 38, 48 og 50. Deiliskipulagsbreytingin er framsett á uppdrætti í mælikvarðanum 1:1000. Sex eininga tveggja hæða raðhúsi er breytt í átta eininga fjölbýli. Athugasemdafrestur var frá 28.10.2021 til og með 12.12.2021. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar skv. 42. gr. skipulagslaga. Samþykkt er með fyrirvara um samninga og samþykkt bæjarráðs Mosfellsbæjar um fjölgun íbúða. Málsaðili skal greiða þann kostað sem af breytingunni hlýst.