4. mars 2021 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) 3. varamaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna viðbyggingar við Markholt 2202102096
Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna viðbyggingar við Markholt 2. Umsögn byggingarfulltrúa og lögmanns Mosfellsbæjar.
Bæjarráð synjar ósk um lækkun eða niðurfellingu gatnagerðargjalda með þremur atkvæðum með vísan til niðurstöðu minnisblaðs byggingarfulltrúa og lögmanns Mosfellsbæjar.
2. Mosfellsbær barnvænt sveitarfélag2020081051
Tillaga að skipun og verkefnum stýrihóps um Mosfellsbæ sem barnvænt sveitarfélag.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi erindisbréf í stýrihóp verkefnisins Barnvæn sveitarfélög. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að tilnefna Kolbrúnu G. Þorsteinsdóttur, formann fræðslunefndar og bæjarfulltrúa D-lista, og Önnu Sigríði Guðnadóttur, bæjarfulltrúa S-lista, í stýrihópinn.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
3. Sunnukriki 7 - umsókn um lóð202009137
Viðbótarupplýsingar frá málshefjanda í tengslum við umsókn um uppbyggingu við Sunnukrika 7.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að semja við ÍSBAND um úthlutun lóðarinnar Sunnukrika 7 fyrir þá starfsemi sem fyrirhuguð er og fram kemur í meðfylgjandi gögnum fyrirtækisins. Samningurinn verði lagður fyrir bæjarráðs til samþykktar.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
4. Húsbyggingasjóður Landssamtakanna Þroskahjálpar202002120
Viljayfirlýsing milli Mosfellsbæjar og Landssamtakanna Þroskahjálpar um skiptingu kostnaðar við byggingu íbúðarkjarna, lögð fyrir til samþykktar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi yfirlýsingu gagnvart Þroskahjálp varðandi úthlutun á lóð undir íbúðarkjarna.
5. Ráðning skólastjóra Listaskóla Mosfellsbæjar202102335
Óskað er heimildar til að auglýsa stöðu skólastjóra Listaskóla Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að staða skólastjóra Listaskóla Mosfellsbæjar verði auglýst.
6. Yfirdráttarheimild til handa Strætó bs.202103019
Beiðni Strætó bs. um heimild til að sækja um yfirdráttarheimild að fjárhæð kr. 300.000.000 lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum beiðni Strætó bs. um heimild til að sækja um yfirdráttarheimild að fjárhæð kr. 300.000.000 hjá Arion banka hf. til að tryggja í öryggisskyni að nægt fjármagn sé til að tryggja fjárstreymi Strætó bs. út árið 2021.
7. Frumvarp til stjórnarskipunarlaga - beiðni um umsögn202102404
Frumvarp til stjórnarskipunarlaga - beiðni um umsögn fyrir 15. mars nk.
Lagt fram.
8. Frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun) - beiðni um umsögn202102406
Frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun)- beiðni um umsögn fyrir 9. mars nk.
Lagt fram.
9. Frumvarp til laga um málefni innflytjenda - beiðni um umsögn202102418
Frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð)- beiðni um umsögn fyrir 10. mars nk.
Lagt fram.
10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla - beiðni um umsögn202102405
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla - beiðni um umsögn fyrir 9. mars nk.
Lagt fram.