Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. mars 2021 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Valgarð Már Jakobsson (VMJ) 3. varamaður
  • Margrét Guðjónsdóttir (MGu) vara áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ósk um nið­ur­fell­ingu gatna­gerð­ar­gjalda vegna við­bygg­ing­ar við Mark­holt 2202102096

    Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna viðbyggingar við Markholt 2. Umsögn byggingarfulltrúa og lögmanns Mosfellsbæjar.

    Bæj­ar­ráð synj­ar ósk um lækk­un eða nið­ur­fell­ingu gatna­gerð­ar­gjalda með þrem­ur at­kvæð­um með vís­an til nið­ur­stöðu minn­is­blaðs bygg­ing­ar­full­trúa og lög­manns Mos­fells­bæj­ar.

  • 2. Mos­fells­bær barn­vænt sveit­ar­fé­lag2020081051

    Tillaga að skipun og verkefnum stýrihóps um Mosfellsbæ sem barnvænt sveitarfélag.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi er­ind­is­bréf í stýri­hóp verk­efn­is­ins Barn­væn sveit­ar­fé­lög. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að til­nefna Kol­brúnu G. Þor­steins­dótt­ur, formann fræðslu­nefnd­ar og bæj­ar­full­trúa D-lista, og Önnu Sig­ríði Guðna­dótt­ur, bæj­ar­full­trúa S-lista, í stýri­hóp­inn.

    Gestir
    • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
  • 3. Sunnukriki 7 - um­sókn um lóð202009137

    Viðbótarupplýsingar frá málshefjanda í tengslum við umsókn um uppbyggingu við Sunnukrika 7.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að semja við ÍS­BAND um út­hlut­un lóð­ar­inn­ar Sunnukrika 7 fyr­ir þá starf­semi sem fyr­ir­hug­uð er og fram kem­ur í með­fylgj­andi gögn­um fyr­ir­tæk­is­ins. Samn­ing­ur­inn verði lagð­ur fyr­ir bæj­ar­ráðs til sam­þykkt­ar.

    Gestir
    • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
  • 4. Hús­bygg­inga­sjóð­ur Lands­sam­tak­anna Þroska­hjálp­ar202002120

    Viljayfirlýsing milli Mosfellsbæjar og Landssamtakanna Þroskahjálpar um skiptingu kostnaðar við byggingu íbúðarkjarna, lögð fyrir til samþykktar.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að und­ir­rita fyr­ir­liggj­andi yf­ir­lýs­ingu gagn­vart Þroska­hjálp varð­andi út­hlut­un á lóð und­ir íbúð­ar­kjarna.

    • 5. Ráðn­ing skóla­stjóra Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar202102335

      Óskað er heimildar til að auglýsa stöðu skólastjóra Listaskóla Mosfellsbæjar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að staða skóla­stjóra Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar verði aug­lýst.

    • 6. Yf­ir­drátt­ar­heim­ild til handa Strætó bs.202103019

      Beiðni Strætó bs. um heimild til að sækja um yfirdráttarheimild að fjárhæð kr. 300.000.000 lögð fram til samþykktar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um beiðni Strætó bs. um heim­ild til að sækja um yf­ir­drátt­ar­heim­ild að fjár­hæð kr. 300.000.000 hjá Ari­on banka hf. til að tryggja í ör­ygg­is­skyni að nægt fjár­magn sé til að tryggja fjár­streymi Strætó bs. út árið 2021.

      • 7. Frum­varp til stjórn­ar­skip­un­ar­laga - beiðni um um­sögn202102404

        Frumvarp til stjórnarskipunarlaga - beiðni um umsögn fyrir 15. mars nk.

        Lagt fram.

      • 8. Frum­varp til laga um hafna­lög (EES-regl­ur, gjald­taka, ra­fræn vökt­un) - beiðni um um­sögn202102406

        Frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun)- beiðni um umsögn fyrir 9. mars nk.

        Lagt fram.

      • 9. Frum­varp til laga um mál­efni inn­flytj­enda - beiðni um um­sögn202102418

        Frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð)- beiðni um umsögn fyrir 10. mars nk.

        Lagt fram.

      • 10. Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um grunn­skóla - beiðni um um­sögn202102405

        Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla - beiðni um umsögn fyrir 9. mars nk.

        Lagt fram.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:42