21. september 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Viðaukasamningur um sorphirðu202308282
Lagt er til að bæjarráð samþykki fyrirliggjandi viðauka við samning við Íslenska gámafélagið um sorphirðu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum viðauka við verksamning um sorphirðu. Sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs er falið að meta hvort þörf sé á að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna kostnaðar sem felst í viðaukanum.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
2. Starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 2024202309471
Starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2024 lögð fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.