Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. desember 2022 kl. 10:30,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. 4. áfangi Helga­fells­hverf­is - deili­skipu­lags­breyt­ing lóða­marka202211341

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir 4. áfanga Helgafellshverfis. Tillagan felur í sér breytingar á lóðum, lóðamörkum og byggingarreitum í nokkrum götum hverfisins. Helst breytast lóðamörk milli Liljugötu 2-4 og Lóugötu 24 og 26. Lóð við Liljugötu stækkar um 168 fermetra en aðliggjandi lóðir og byggingarreitir við Lóugötu aðlagast og húsagerðum breytt. Lóðir við Liljugötu 9-17 og 19-25, Huldugötu 1-13 og Lóugötu 1-11 stækka lítillega. Lóð Kolbrúnargötu 2 minnkar. Bílastæðum við Kolbrúnargötu 8, 14, 20 og 28 auk Lóugötu 2-20 er hliðrað til. Annað í skipulagi er óbreytt. Breytingin er framsett í skalanum 1:2000, dags. 29.11.2022.

    Í sam­ræmi við af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi að deili­skipu­lags­breyt­ing­in skuli aug­lýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
    Breytingin er metin óveruleg sökum þess að fjöldi þeirra lóða sem breytingin fjallar um eru óbyggðar og sumar enn í umsjón málsaðila sem einnig er byggingaraðili og eða Mosfellsbæjar sem er landeigandi. Lóðamarkabreytingar verða sérstaklega kynntar íbúum og hagaðilum sem þær varða.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45