7. nóvember 2019 kl. 07:32,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Krafa um úrbætur - Laxnes 1, lnr. 123694201910429
Krafa um úrbætur vegan ólögmæts akvegar um Laxnes 1
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að ræða við bréfritara.
2. Þverholt 6 - breyting á lóðarmörkum201910224
Á 500 fundi skipulagsnefndar 25.október 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við erindið og vísar ákvörðun um úthlutun stærri lóðar við Þverholt 6 til samræmis við gildandi deiliskipulag til bæjarráðs."
Umsókn um breytingu á lóðarmörkum hafnað með 3 atkvæðum með vísan til þess að fyrirhuguð notkun samræmist illa markmiðum deiliskipulags miðbæjar.
3. Umsókn um styrk vegna heimtaugar í Hamrahlíð201910394
Ósk Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um styrk vegna lagningu heimtaugar í Hamrahlíð
Ósk Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um styrk vegna lagningu heimtaugar í Hamrahlíð samþykkt með 3 atkvæðum.
4. Frumvarp til breytinga á lögum um grunnskóla - beiðni um umsögn201910355
Frumvarp til laga um breytingar á lögum um grunnskóla - beiðni um umsögn fyrir 15. nóv.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um grunnskóla til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs sem skili bæjarráði umsögn sinni sem verði í framhaldi þess lögð fram til kynningar í fræðslunefnd.
5. Desjamýri, úthlutun lóða200710035
Úthlutunarskilmálar og úthlutun lóða Desjamýri 11-14
Úthlutunarskilmálar vegna lóða við Desjamýri samþykktir með 3 atkvæðum með þeim fyrirvara að fjárhæð gatnagerðargjalda/lágmarksgjald verði uppfært m.v. núgildandi gjaldskrá.
6. Súluhöfði - Úthlutun 15 lóða201911061
Kynning á opnun tilboða vegna 15 lóða við Súluhöfða
Kynning á opnun tilboða vegna 15 lóða við Súluhöfða lögð fram.