Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. nóvember 2019 kl. 07:32,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Krafa um úr­bæt­ur - Lax­nes 1, lnr. 123694201910429

    Krafa um úrbætur vegan ólögmæts akvegar um Laxnes 1

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að ræða við bréf­rit­ara.

  • 2. Þver­holt 6 - breyt­ing á lóð­ar­mörk­um201910224

    Á 500 fundi skipulagsnefndar 25.október 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við erindið og vísar ákvörðun um úthlutun stærri lóðar við Þverholt 6 til samræmis við gildandi deiliskipulag til bæjarráðs."

    Um­sókn um breyt­ingu á lóð­ar­mörk­um hafn­að með 3 at­kvæð­um með vís­an til þess að fyr­ir­hug­uð notk­un sam­ræm­ist illa mark­mið­um deili­skipu­lags mið­bæj­ar.

    • 3. Um­sókn um styrk vegna heimtaug­ar í Hamra­hlíð201910394

      Ósk Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um styrk vegna lagningu heimtaugar í Hamrahlíð

      Ósk Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar um styrk vegna lagn­ingu heimtaug­ar í Hamra­hlíð sam­þykkt með 3 at­kvæð­um.

    • 4. Frum­varp til breyt­inga á lög­um um grunn­skóla - beiðni um um­sögn201910355

      Frumvarp til laga um breytingar á lögum um grunnskóla - beiðni um umsögn fyrir 15. nóv.

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa beiðni um um­sögn um frum­varp til laga um breyt­ing­ar á lög­um um grunn­skóla til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs sem skili bæj­ar­ráði um­sögn sinni sem verði í fram­haldi þess lögð fram til kynn­ing­ar í fræðslu­nefnd.

    • 5. Desja­mýri, út­hlut­un lóða200710035

      Úthlutunarskilmálar og úthlutun lóða Desjamýri 11-14

      Út­hlut­un­ar­skil­mál­ar vegna lóða við Desja­mýri sam­þykkt­ir með 3 at­kvæð­um með þeim fyr­ir­vara að fjár­hæð gatna­gerð­ar­gjalda/lág­marks­gjald verði upp­fært m.v. nú­gild­andi gjaldskrá.

      • 6. Súlu­höfði - Út­hlut­un 15 lóða201911061

        Kynning á opnun tilboða vegna 15 lóða við Súluhöfða

        Kynn­ing á opn­un til­boða vegna 15 lóða við Súlu­höfða lögð fram.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:46