16. mars 2023 kl. 07:30,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Erla Edvardsdóttir (EE) formaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Atlas Hendrik Ósk Dagbjartsson (AHÓD) aðalmaður
- Katarzyna Krystyna Krolikowska (KKr) áheyrnarfulltrúi
- Margrét Gróa Björnsdóttir (MGB) áheyrnarfulltrúi
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstunda- og forvarnarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsókn um styrk til efnilegra ungmenna 2023202302248
Fyrir nefndinni liggja 20 umsóknir um styrk frá ungmennum til að stunda sína íþrótt- eða tómstund yfir sumartímann.
Allir umsóknaraðilar eru sannarlega vel að styrknum komnir og íþrótta- og tómstundanefnd þakkar öllum aðilum fyrir sínar umsóknir.
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur ákveðið að neðangreind ungmenni hljóti styrk sumarið 2023 til að stunda sína tómstund- og íþrótt.
Fullan styrk fá
Sara Kristinsdóttir -Golf.
Sævar Atli Hugason - Knattspyrna.
Eydís Ósk Sævarsdóttir - Hestar / píanó.
Lilja Sól Helgadóttir - Tónlist/tónsköpun.
Heiða María Hannesdóttir - Myndlist.Hálfan styrk fá
Logi Geirsson -brasilískt jiu jitsu
Sigurjón Bragi Atlason- handknattleik.samþykkt með 5 atkvæðum.
2. Erindi frá Ungmennafélaginu Aftureldingu202303462
Erindi frá Ungmennafélaginu Afrureldingu.
Íþrótta-og tómstundanefnd felur starfsmönnum fræðslu- og frístundasviði að ræða nánar við Aftureldingu og athuga hvaða leiðir eru færar til að samræma stundatöflur deilda. Óskað er eftir því að tillögur að lausnum verði lagðar fyrir nefndina þegar þær liggja fyrir.