11. júní 2020 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka inn nýtt mál á dagskrá sem verður mál nr. 5.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Deiliskipulagsbreyting í Fossatungu - Kiwanisreitur202001359
Samkomulag um uppbyggingu íbúðabyggðar í Fossatungu við Kiwanisreit í Leirvogstunguhverfi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita samkomulag er varðar uppbyggingu íbúðarbyggðar við Fossatungu í samræmi við fyrirliggjandi drög að samkomulagi. Tillaga um breytingu á deiliskipulagi er vísað til meðferðar skipulagsnefndar.
2. Göngustígar Mosfellsdal202004176
Umbeðin umsögn um erindi Víghóls lögð fyrir bæjarráð
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að ræða við bréfritara á grundvelli minnisblaðsins og bréfritara verði leiðbeint í hvaða ferli hægt sé að koma málinu í.
3. Ósk um breytingu á Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 í landi Skeggjastaða202003407
Borist hefur erindi frá Arnóri Víkingssyni, f.h. 1904 ehf. og Grænna skóga ehf., dags. 03.06.2020, þar sem óskað er eftir aðalskipulagsbreytingu á landnýtingu Skeggjastaða L123764.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar skipulagsnefndar.
4. Ósk um stöðuleyfi tjalds fyrir hjólaleigu og námskeið202002173
Lögð er fyrir bæjarráð umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Icebike Adventures
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs að ræða við bréfritara og koma á framfæri þeim sjónarmiðum sem fram koma í meðfylgjandi minnisblaðinu og ræða við þau um mögulega lausn málsins.
5. Starfsmannamál - trúnaðarmál202006176
Starfsmannamál - trúnaðarmál
Lagt fram.
Gestir
- Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi M-lista