Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. júní 2020 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar

Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka inn nýtt mál á dagskrá sem verð­ur mál nr. 5.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Deili­skipu­lags­breyt­ing í Fossa­tungu - Kiw­an­is­reit­ur202001359

    Samkomulag um uppbyggingu íbúðabyggðar í Fossatungu við Kiwanisreit í Leirvogstunguhverfi.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að und­ir­rita sam­komulag er varð­ar upp­bygg­ingu íbúð­ar­byggð­ar við Fossa­tungu í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi drög að sam­komu­lagi. Til­laga um breyt­ingu á deili­skipu­lagi er vísað til með­ferð­ar skipu­lags­nefnd­ar.

    • 2. Göngu­stíg­ar Mos­fells­dal202004176

      Umbeðin umsögn um erindi Víghóls lögð fyrir bæjarráð

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að ræða við bréf­rit­ara á grund­velli minn­is­blaðs­ins og bréf­rit­ara verði leið­beint í hvaða ferli hægt sé að koma mál­inu í.

    • 3. Ósk um breyt­ingu á Að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 í landi Skeggjastaða202003407

      Borist hefur erindi frá Arnóri Víkingssyni, f.h. 1904 ehf. og Grænna skóga ehf., dags. 03.06.2020, þar sem óskað er eftir aðalskipulagsbreytingu á landnýtingu Skeggjastaða L123764.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar.

    • 4. Ósk um stöðu­leyfi tjalds fyr­ir hjóla­leigu og nám­skeið202002173

      Lögð er fyrir bæjarráð umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Icebike Adventures

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra og fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að ræða við bréf­rit­ara og koma á fram­færi þeim sjón­ar­mið­um sem fram koma í með­fylgj­andi minn­is­blað­inu og ræða við þau um mögu­lega lausn máls­ins.

    • 5. Starfs­manna­mál - trún­að­ar­mál202006176

      Starfsmannamál - trúnaðarmál

      Lagt fram.

      Gestir
      • Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
      • Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi M-lista
      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30