Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. júlí 2024 kl. 08:30,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hrafns­höfði 7 - breyt­ing á notk­un hús­næð­is202404325

    Skipulagsnefnd samþykkti á 610. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna brættrar notkunar og útlitsbreytingar fyrir Hrafnshöfða 7. Breyta á skráðum bílskúr raðhúss í íverurými; þvottahús og tómstundaherbergi. Einnig verður bílskúrshurð skipt út fyrir glugga, í samræmi við gögn. Tillaga að breytingu var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til þinglýstra eigenda að Hrafnshöfða 1-11. Athugasemdafrestur var frá 13.06.2024 til og með 15.07.2024. Engar athugasemdir bárust.

    Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust við kynnt áform, með vís­an í 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi áformin og er bygg­ing­ar­full­trúa heim­ilt að afgreiða erindi og gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.

  • 2. Hamra­brekk­ur 4 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild - Flokk­ur 1,202401588

    Borist hafa breyttir aðaluppdrættir með umsókn um byggingarleyfi frá Árna Friðrikssyni, f.h. Egils Þóris Einarssonar, vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 4. Um er að ræða 129,9 m² einnar hæðar timburhús, í samræmi við gögn. Teikningar sýna tilfærslu húss og bílastæða um 7,5 m til austurs og 2,5 m til suðurs, nær lóðum að Hamrabrekkum 3, 5 og 6. Fyrri aðaluppdrættir voru grenndarkynntir frá 27.03.2024 til og með 30.04.2024.

    Í ljósi breyttra að­al­upp­drátta og nýrr­ar stað­setn­ing­ar, þar sem að ekki er í gildi deili­skipu­lag sem upp­fyll­ir ákvæði skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013 sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi, í sam­ræmi við af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, að bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn­in skuli grennd­arkynnt að nýju skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga á grundvelli ákvæða aðalskipulags Mosfellsbæjar. Skipulagsfulltrúi metur svo að breytingin varði tiltekna hagaðila fyrri kynningar. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum lóða og landa að Hamrabrekkum 3, 5 og 6 til kynningar og athugasemda.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00