22. desember 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) forseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) 2. varaforseti
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) 1. varabæjarfulltrúi
- Dagný Kristinsdóttir (DK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) aðalmaður
- Hilmar Stefánsson (HS) 1. varabæjarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Útsvarsprósenta 2023202211145
Lögð er fram tillaga til breytinga á útsvarsprósentu ársins 2023.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir með 11 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0.22% og verði 14,74% á tekjur einstaklinga, sbr. ný samþykkta breytingu á 1. mgr. 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Hækkunin er gerð í tengslum við samkomulag ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk. Samhliða þessum breytingum mun ríkið lækka tekjuskattsprósentur svo íbúar verði ekki fyrir aukinni skattheimtu vegna breytinganna.
Samkomulag er milli ríkis og sveitafélaga um að vinna áfram að greiningu á þróun útgjalda vegna þjónustunnar og leitast við að ná samkomulagi um styrkingu á fjárhagsgrundvelli hennar á næsta ári.