12. mars 2021 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hamrabrekkur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202010011
Skipulagsnefnd samþykkti á 531. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform og byggingarleyfi fyrir frístundahús í Hamrabrekkum í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með kynningarbréfi og gögnum sem send voru á lóðareigendur að Hamrabrekkum 2 og 7, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis. Álit vegna veghelgunar fékkst frá Vegagerðinni. Athugasemdafrestur var frá 08.02.2021 til og með 11.03.2021. Umsagnir bárust frá Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnt áform, með vísan í 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, eru áformin samþykkt og er byggingarfulltrúa heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.