Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. mars 2021 kl. 09:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hamra­brekk­ur 1 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202010011

    Skipulagsnefnd samþykkti á 531. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform og byggingarleyfi fyrir frístundahús í Hamrabrekkum í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með kynningarbréfi og gögnum sem send voru á lóðareigendur að Hamrabrekkum 2 og 7, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis. Álit vegna veghelgunar fékkst frá Vegagerðinni. Athugasemdafrestur var frá 08.02.2021 til og með 11.03.2021. Umsagnir bárust frá Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti. Engar athugasemdir bárust.

    Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust við kynnt áform, með vís­an í 4. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa, eru áformin sam­þykkt og er bygg­ing­ar­full­trúa heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010 og bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15