5. október 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns
Fundargerð ritaði
Ómar Karl Jóhannesson skrifstofu bæjarlögmanns
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fyrirspurn um lóðir og lóðaleigusamninga hesthúsaeigenda202308146
Lögð er fram umbeðin umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs vegna erindis Hestamannafélagsins Harðar dags. 31. júlí 2023 í samræmi við afgreiðslu á 1588. fundi bæjarráðs.
Umsögn umhverfissviðs um erindi Hestamannafélagsins Harðar lögð fram. Samþykkt með 5 atkvæðum að vísa málinu til bæjarstjóra og umhverfissviðs til frekari úrvinnslu.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
2. Erindi frá Mótomos - ósk um fjárstyrk202309668
Erindi frá MotoMos þar sem óskað er eftir aðstoð Mosfellsbæjar við frekari uppbyggingu á svæði félagsins við Tungumela.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að taka ekki efnislega afstöðu til erindisins og að vísa málinu til vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
3. Kynning OR og ON á hugmyndum tengt vindorku202305818
Fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur kynna vindorkukosti í nágrenni Hellisheiðar.
Fulltrúar frá Orkuveitu Reykjavíkur, Hera Grímsdóttir framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar og Lilja Björk Hauksdóttir sérfræðingur í verkefnastjórnun og markaðsmálum, komu og kynntu vindorkukosti í nágrenni Hellisheiðar.
4. Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti202309660
Erindi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu varðandi orkuskipti.
Lagt fram.
5. Tillaga til þingsályktar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028202309732
Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 182. Umsagnarfrestur er til 13. október nk.
Lagt fram.
6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda202309734
Frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda. Umsagnarfrestur er til 13. okt nk.
Lagt fram.
7. Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga202310019
Bréf frá innviðaráðuneytinu til allra sveitarfélaga um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga.
Lagt fram.
8. Römpum upp Ísland202310031
Erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á aðkomu fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að verkefninu Römpum upp Ísland og möguleikum sveitarfélaga á samstarfi.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að vísa málinu til umhverfissviðs til frekari skoðunar.