Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. október 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns

Fundargerð ritaði

Ómar Karl Jóhannesson skrifstofu bæjarlögmanns


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fyr­ir­spurn um lóð­ir og lóða­leigu­samn­inga hest­húsa­eig­enda202308146

    Lögð er fram umbeðin umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs vegna erindis Hestamannafélagsins Harðar dags. 31. júlí 2023 í samræmi við afgreiðslu á 1588. fundi bæjarráðs.

    Um­sögn um­hverf­is­sviðs um er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar lögð fram. Sam­þykkt með 5 at­kvæð­um að vísa mál­inu til bæj­ar­stjóra og um­hverf­is­sviðs til frek­ari úr­vinnslu.

    Gestir
    • Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
    • 2. Er­indi frá Mótomos - ósk um fjár­styrk202309668

      Erindi frá MotoMos þar sem óskað er eftir aðstoð Mosfellsbæjar við frekari uppbyggingu á svæði félagsins við Tungumela.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að taka ekki efn­is­lega af­stöðu til er­ind­is­ins og að vísa mál­inu til vinnslu fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2024.

    • 3. Kynn­ing OR og ON á hug­mynd­um tengt vindorku202305818

      Fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur kynna vindorkukosti í nágrenni Hellisheiðar.

      Full­trú­ar frá Orku­veitu Reykja­vík­ur, Hera Gríms­dótt­ir fram­kvæmda­stýra Rann­sókna og ný­sköp­un­ar og Lilja Björk Hauks­dótt­ir sér­fræð­ing­ur í verk­efna­stjórn­un og mark­aðs­mál­um, komu og kynntu vindorku­kosti í ná­grenni Hell­is­heið­ar.

      • 4. Bréf til sveit­ar­fé­laga um inn­viði fyr­ir orku­skipti202309660

        Erindi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu varðandi orkuskipti.

        Lagt fram.

      • 5. Til­laga til þings­álykt­ar um stefnu­mót­andi áætlun í mál­efn­um sveit­ar­fé­laga fyr­ir árin 2024-2038 og að­gerðaráætlun fyr­ir árin 2024-2028202309732

        Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 182. Umsagnarfrestur er til 13. október nk.

        Lagt fram.

      • 6. Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um fast­eignalán til neyt­enda202309734

        Frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda. Umsagnarfrestur er til 13. okt nk.

        Lagt fram.

      • 7. Þjón­ustu­stefna í byggð­um og byggð­ar­lög­um sveit­ar­fé­laga202310019

        Bréf frá innviðaráðuneytinu til allra sveitarfélaga um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga.

        Lagt fram.

      • 8. Römp­um upp Ís­land202310031

        Erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á aðkomu fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að verkefninu Römpum upp Ísland og möguleikum sveitarfélaga á samstarfi.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­hverf­is­sviðs til frek­ari skoð­un­ar.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:50