31. október 2023 kl. 08:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
- Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
- Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
- Pétur Jens Lockton sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Kristján Þór Magnússon mannauðs- og starfsumhverfissvið
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir (ÓDÁ) skrifstofa umbóta og þróunar
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027202303627
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024-2027 lögð fram.
Regína Ásvaldsóttir, bæjarstjóri, og Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs, gerðu grein fyrir drögum að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2024 og árin 2025-2027 og greinargerð með henni.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa drögum að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 til fyrri umræðu í bæjarstjórn samkvæmt 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. og 2. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar nr. 1225/2022. Fyrri umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð miðvikudaginn 8. nóvember 2023.
Gestir
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
Í lok fundar var samþykkt með fimm atkvæðum að fella niður fund bæjarráðs nk. fimmtudag 2. nóvember nk.