17. ágúst 2021 kl. 16:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Una Hildardóttir formaður
- Mikael Rafn L Steingrímsson varaformaður
- Unnur Sif Hjartardóttir aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varamaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Arnar Jónsson
- Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2021202105255
Vinna við endurskoðun á dagskrá og framkvæmd Jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2021.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd ræddi drög að dagskrá Jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2021 og ræddi um framkvæmd, fyrirkomulag og staðsetningu fundarins. Samþykkt að fela jafnréttisfulltrúa að kanna nánar hvort og hvernig væri unnt að halda Jafnréttisdaginn með rafrænum hætti.
2. Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni202106075
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. júní 2021, varðandi aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni lögð fram til kynningar.
Lagt fram.