7. desember 2023 kl. 10:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bergholt 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,202312112
Tómas Boonchang sækir um leyfi til að byggja við einbýlishús á lóðinni Bergholt nr. 2 viðbyggingu úr timbri í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Stækkun 22,7 m², 62,2 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa
þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.2. Engjavegur 21 - Umsókn um byggingarheimild - Flokkur 1,202310739
Jón Baldvin Hannibalsson Engjavegi 21 sækir um leyfi til að byggja úr timbri smáhýsi á lóðinni Engjavegur nr. 21 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 46,0 m², 165,6 m³.
Synjað þar sem byggingaráform samræmast ekki skilmálum gildandi deiliskipulags á svæðinu.
3. Helgadalur Spilda C - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,202311258
Veitur ohf. Bæjarhálsi 1 Reykjavík sækja um um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum dreifistöð á lóðinni Spilda C í landi Helgadals, L231752, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 7,5 m², 20,3 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
4. Lundur, Umsókn um byggingarleyfi mhl 03 - GRÓÐURHÚS.201806269
Laufskálar Fasteignafélag ehf., Lambhagavegur 23 Reykjavík, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Lundur landnr. 123710, í samræmi við framlögð gögn. Breyting felur í sér breytt innra skipulag ásamt millifleti yfir starfsmannaaðstöðu.Stærðir: Milliflötur 162,9 m².
Samþykkt.
5. Skólabraut 6-10 6R - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 3,202312064
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr timri og stáli flóttastiga og þak yfir vörumóttöku skólabyggingar Varmárskóla á lóðinni Skólabraut nr. 6-10, í samræmi við framlögð gögn.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.