22. febrúar 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
- Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
- Hildur Pétursdóttir (HP) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Bára Ægisdóttir (SBÆ) áheyrnarfulltrúi
- Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir Verkefnastjóri grunnskólamála
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þjónusta sveitarfélaga 2022 - Gallup202302063
Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2022 lögð fram til kynningar.
Á fundinn mætti Arnar Jónsson forstöðumaður Samskipta og þjónustu og fór yfir helstu niðurstöður þjónustukönnunar sem gerð var meðal íbúa Mosfellsbæjar á árinu 2022. Fræðslunefnd þakkar góða kynningu.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeild Mosfellsbæjar
2. Listaskólinn - kynning fyrir fræðslunefnd - febrúar 2023202302436
Skólastjóri Listaskólans kynnir skólann.
Skólastjóri Listaskóla Mosfellsbæjar kynnti starfsemi skólans. Í tónlistardeild skólans eru 358 nemendur og kennt er á 15 hljóðfæri auk annarra hliðargreina ss. raftónlist, söng og fleira. Í Skólahljómsveitinni eru um 100 nemendur og kennt er á öll helstu blásturshljóðfæri og trommur. Fræðslunefnd þakkar skólastjóra afar ánægjulega kynningu.
Gestir
- Helga Þórdis Guðmundsdóttir, skólastjóri Listaskóla Mosfellsbæjar
3. Endurskoðun á reglum Fræðslu- og frístundasvið 2023202301099
Tónlistarnám í öðru sveitarfélagi - reglur uppfærðar.
Gestir
- Helga Þórdis Guðmundsdóttir, skólastjóri Listaskóla
4. Beiðni um samstarf við Mosfellsbæ202302327
Erindi frá félagasamtökunum Memmm Play um samstarf við Mosfellsbæ um starfsemi opins leikskóla.
Félagasamtökin Memmm Play óska eftir samstarfi við Mosfellsbæ varðandi innleiðingu opins leikskóla í Mosfellsbæ. Óskað er eftir afnotum af húsnæði sem myndi henta opna leikskólanum og fjármagni til að standa undir rekstri. Fræðslunefnd er jákvæð fyrir erindinu og felur framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs að afla frekari upplýsinga.