13. febrúar 2024 kl. 16:34,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
- Hilmar Tómas Guðmundsson(HTG) varaformaður
- Helga Möller (HM) aðalmaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
- Kjartan Jóhannes Hauksson (KJH) aðalmaður
- Þórarinn Snorri Sigurgeirsson (ÞSS) vara áheyrnarfulltrúi
- Auður Halldórsdóttir menningar-, íþrótta- og lýðheilsusvið
- Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir forstöðumaður bókasafns og menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársskýrsla Bókasafns Mosfellsbæjar 2024202402215
Auður Halldórsdóttir forstöðumaður Bókasafns Mosfellsbæjar kynnir ársskýrslu bókasafns og listasalar fyrir árið 2023.
Auður Halldórsdóttir forstöðumaður Bókasafns Mosfellsbæjar kynnti ársskýrslu bókasafnsins fyrir árið 2023.
2. Menning í mars 2024202401264
Fram fara umræður um Menningu í mars og sögukvöld í Hlégarði.
Farið var yfir dagskrárliði sem liggja fyrir og kynningu þeirra.
Menningar- og lýðræðisnefnd fagnar þeirri vinnu sem farið hefur fram við undirbúning Menningar í mars og hvetur íbúa bæði til að bjóða upp á menningarviðburði í mars og mæta vel á viðburðina og njóta þeirrar menningar sem blómstrar í bænum.