27. apríl 2023 kl. 13:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bugðufljót 15 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,202304403
Bugðufljót 15 ehf.sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Bugðufljót nr. 15 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felst í viðbættum geymsluloftum í öllum eignarhlutum. Stækkun 886,6 m², rúmmál breytist ekki
Samþykkt.
2. Lóugata 24 - Umsókn um byggingarleyfi202302458
Byggingafélagið Bakki ehf. sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Lóugata nr. 24 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 202,2 m², bílgeymsla 47,9 m², 723,3 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
3. Lóugata 26 - Umsókn um byggingarleyfi202302462
Byggingafélagið Bakki ehf. sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Lóugata nr. 26 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 216,8 m², bílgeymsla 51,9 m², 768,5 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
4. Hrafnshöfði 17 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202208438
Aðalheiður G Halldórsdóttir sækir um leyfi til að byggja við einbýlishús viðbyggingu úr timbri á lóðinni Hrafnshöfði nr. 17 í samræmi við framlögð gögn. Deiliskipulagsbreyting fyrir lóðina var grenndarkynnt, engar athugasemdir bárust, breyting tók gildi 7.02.2023. Stækkun: Íbúð 24,0 m², 63,6 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.