31. ágúst 2006 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Minnisblað bæjarstjóra varðandi úthlutun iðnaðarlóða í Mosfellsbæ200604003
Drög að úthlutunarskilmálum verða send á morgun.%0D
Til máls tóku: HSv, SÓJ, RR og JS.%0DFrestað.
2. Minnisblað bæjarritara varðandi vátryggingarmál Mosfellsbæjar200604001
Bæjarstjóri og bæjarritari upplýsa um stöðu vátryggingarmála.%0D
Til máls tóku: RR, SÓJ, HSv, JS, KT og MM.%0DBæjarritari og bæjarstjóri fóru yfir vátryggingarmál Mosfellsbæjar.
3. Erindi Bjarna Sv. Guðmundssonar varðandi tilboð um samvinnu við uppbyggingu Leirvogstungu.200504203
Leirvogstunga ehf, Móholt ehf og bæjarritari óska eftir því að við samninginn verði bætt lóðum sem nú tilheyra Móholti ehf.%0D
Til máls tóku: SÓJ, HSv og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarritara að semja um að lóðir Móholts ehf falli inn í samning Leirvogstungu ehf og Mosfellsbæjar frá 15. febrúar 2006.
4. Erindi Félags landeigenda í nágr. Selvatns v. ósk um lagningu á heitu vatni og ljósleiðara200606117
Lögð er fram umsögn bæjarverkfræðings.%0D
Til máls tóku: RR, HSv, KT, JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að ekki sé hægt að koma til móts við óskir íbúa súmarbústaða í Miðdal um lagningu hitaveitu á svæðinu.
5. Erindi Bergþórs Björgvinssonar varðandi ófyrirséðs kostnaðar við lóðaframkvæmdir200608079
Lögð er fram umsögn bæjarverkfræðings.%0D
Samþykkt með þremur atkvæðum að hafna erindinu.
6. Erindi Gísla Jóns Magnússonar vegna graftrar og uppfyllingar.200608081
Lögð er fram umsögn bæjarverkfræðings.%0D
Samþykkt með þremur atkvæðum að hafna erindinu.
Almenn erindi
7. Ósk Skipulagsstofnunar um umsögn vegna efnistöku í Hrossadal í landi Miðdals200608232
Óskað er umsagnar Mosfellsbæjar vegna fyrirhugaðrar efnistöku í Hrossadal.%0D
Til máls tóku: JS, RR og HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarverkfræðings og umhverfisnefndar til umsagnar.
8. Ósk um afnot af Brúarlandi200608225
Skátafélagið Mosverjar óska eftir aðstöðu í Brúarlandi, með fylgir umsögn forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs.%0D
Til máls tóku: RR, JS og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til skoðunar.
9. Erindi Reykjavíkurborgar v. þéttingu íbúðarbyggðar í Reykjavík200608209
Erindi frá Reykjavíkurborg þar sem óskað er eftir athugasemdum við "óverulega breytingu" á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.%0D
Til máls tóku: HSv, RR og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
10. Erindi varðandi leiguíbúð "Trúnaðarmál"200608173
Erindið varðar ósk um félagslega íbúð. "Trúnaðarmál"%0D
Til máls tóku: RR, JS, MM, KT og HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra og félagsmálastjóra til umsagnar og afgreiðslu.
11. Erindi íbúa v. Njarðarholt 9 og 12 v. gæsluvöll við Njarðarholt200608161
Erindið varðar meint ónæði sem íbúar við Njarðarholt 9 og 12 verða fyrir vegna nálægðar við gæsluvöll.%0D
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar og afgreiðslu í tenglsum við vinnu við miðbæjarskipulag.
12. Áskorun íbúa í Mosfellsbar til Vegagerðar ríkisins200608264
Bæjarráð Mosfellsbæjar tekur heilshugar undir áskorun íbúa í Mosfellsdal um gatnamót Þingvallavegar og Vesturlandsvegar og felur bæjarstjóra að ræða við vegagerðina um málið ásamt öðrum umferðaröryggismálum í Mosfellsbæ.