9. júní 2008 kl. 17:15,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. 17. júní, 2008200805197
Lögð fram tillaga að dagskrá 17. júní hátíðarhaldanna 2008. Ákveðið að hátíðin verði sett á nýja miðbæjartorginu, þar sem hátíðarræða verður flutt og fjallakona kemur fram ásamt kór. Síðan fer skrúðganga frá torginu niður að Hlégarði, þar sem dagskráin heldur áfram eins og verið hefur undanfarin ár.%0D%0DMenningarmálanefnd staðfestir þessa dagsskrá.
2. Erindi Karlakórsins Stefnis varðandi beiðni um styrk við Jólavöku200805153
Karlakórnum er bent á árlega styrkveitingar menningarmálanefndar sem auglýstir eru í febrúar ár hvert. Þá er nauðsynlegt að fram komí í beiðnum um styrk sú styrkupphæð sem sótt er um.%0D%0DMenningarmálanefnd getur því miður ekki orðið við erindinu að þessu sinni.
3. Endurskoðun á reglum um bæjarlistamann.200806057
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn breytingar á 5. og 6. grein reglna um val á bæjarlistamanni Mosfellsbæjar.%0D%0D5. grein hljóði svo: Menningarmálanefnd skal við auglýsingu, sbr. 2. grein, tilkynna hvenær bæjarlistamaður verður útnefndur.%0D6. grein hljóði svo: Bæjarlistamaður hlýtur allt að fjögurra mánaða laun samkvæmt efsta þrepi 122 lfl. í kjarasamningi STAMOS. Fjárhæðin er greidd í einu lagi fyrir hvern mánuð, án orlofsgreiðslu eða annarra launatengdra gjalda.%0D%0DÞá leggur menningarmálanefnd til að auglýst verði eftir bæjarlistamanni 2008 og úthlutun fari fram á bæjarhátíðinni Í túninu heima.
4. Markmið og leiðarljós fyrir Listasal Mosfellsbæjar200706162
Lagt fram.
5. Listasalur Mosfellsbæjar 2008-9. Úthlutun til sýninga.200806058
Lögð fram tillaga frá umsjónarmönnum Listasals. Menningarmálanefnd hefur yfirfarið tillögurnar og leggur til breytingar eins og kemur fram í framlögðu skjali.%0D%0DMenningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða dagsskrá fyrir Listasal Mosfellsbæjar myndlistarárið 2008-9.