3. október 2019 kl. 15:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Sigurður G. Tómasson aðalmaður
- Sara Birgisdóttir aðalmaður
- Katrín Sif Oddgeirsdóttir aðalmaður
- Regína Hansen Guðbjörnsdóttir aðalmaður
- Karl Alex Árnason aðalmaður
- Sigurþór Ingi Sigurðsson aðalmaður
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Sigurbjörg Fjölnisdóttir verkefnastjóri á fjölskyldusviði
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Beiðni um umsögn notendaráðs fatlaðs fólks, umsókn Sinnum um starfsleyfi201909298
Óskað er eftir umsagnar notendaráðs fatlaðs fólks um umsókn Sinnum ehf. um starfsleyfi
Notendaráð Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps er mjög jákvætt gagnvart því að Sinnum fái starfsleyfi vegna þjónustu og sér ekkert því til fyrirstöðu en að GEF veiti þeim starfsleyfi.
2. GEF-Starfsleyfi-beiðni um umsögn notendaráðs fatlaðs fólks201906237
Svar kynnt frá félagsmálaráðuneytinu um að NPA miðstöðinni hafi verið veitt starfsleyfi vegna NPA umsýslu.
Almenn erindi
3. Stefnumótun í málaflokki fatlaðs fólks201909437
Fyrstu skref við undirbúning stefnumótunar í málaflokki fatlaðs fólks kynnt fyrir notendaráði.
Notendaráð Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps lýsir yfir eindregnum vilja til að hefja vinnu við undirbúning stefnumótunar í málaflokki fatlaðs fólks. Ráðið er jákvætt fyrir að haldinn verði opinn íbúafundur þar sem sjónarmið allra sem láta sig málefnið varða koma fram sem fyrsta skref í þeirri vinnu.