11. mars 2008 kl. 17:15,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Íþróttamiðstöðin að Varmá - upplýsingar um framkvæmdir.200802191
Á fundinn mætir hönnuður þjónusturýmis og gerir grein fyrir frumhugmyndum um þjónusturými.
Á fundinn mætti Jón Þór Þorvaldsson, arkitekt frá Úti og inni og fór yfir hugmyndir um þjónusturými og anddyri fyrir Íþróttamiðstöðina að Varmá.
2. Ævintýragarður í Ullarnesbrekku200802062
Lagt fram minnisblða um ævintýragarð og fjallað um þær hugmyndir sem þar koma fram. Ýmsar hugmyndir komu fram og var embættismönnum falið að koma þeim á framfæri við skipulagsnefnd.%0D%0DÍþrótta- og tómstundanefnd leggur til að auglýst verði eftir hugmyndum um Ævintýragarð frá bæjarbúum og starfsmönnum stofnana sem og nemendum leik-, grunn- og framhaldsskóla.
3. Samstarf Aftureldingar og Mosfellsbæjar um stuðning v/ meistaraflokka.200802211
Lagður fram samningur milli Aftureldingar og Mosfellsbæjar um stuðning við meistaraflokka félagsins.%0D%0DÍþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að samþykkja samninginn eins og hann er lagður fyrir nefndina.