16. ágúst 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Hitaveita og fráveita í hesthúsahverfi200705223
Áður á dagskrá 825. fundar bæjarráðs.
Til máls tóku: HSv, MM og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara framhald málsins í samræmi við umræður á fundinum.%0D
2. Erindi Konráðs Adolphssonar varðandi skipulagningu jörðinni Elliðakot200706188
Áður á dagskrá 831. fundar bæjarráðs.
Til máls tók: HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarritara til umsagnar.
3. Leikvöllur Rauðumýri og Hverfistorg Tröllateigi200706220
Áður á dagskrá 830. fundar bæjarráðs. Óskað er heimildar til töku tilboðs.
Til máls tóku: HSv og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila tækni- og umhverfissviði að taka tilboði Lóðarþjónustunnar í verkið.
4. Erindi UMFA varðandi áætlun um framkvæmdir við gervigrasvöll við Varmá200707159
Áður á dagskrá 835. fundar bæjarráðs. Umbeðin umsögn bæjarverkfræðings fylgir hjálagt.
Til máls tóku: HSv, JS og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarverkfræðingi að svara UMFA í samræmi við framlagt minnisblað.
Almenn erindi
5. Erindi Alexanders Hrafnkelssonar varðandi lóð í Álmholti200708037
Til máls tóku: HSv, KT, MM%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að ekki sé hægt að verða við lóðarúthlutun þar sem skipulag gerir ekki ráð fyrir byggingu húss á tilgreindum stað. Jafnframt er bæjarritara falið að ræða við bréfritara.
6. Stuðningur til hátíðarhaldar200708041
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.
7. Viðhaldsverkefni við Varmárskóla 2007200708060
Bæjarverkfræðingur óskar heimildar og fjárveitingar til viðbótarframkvæmda við Varmárskóla.
Til máls tóku: HSv og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila viðbótarframkvæmdir vegna útanhússviðgerða yngri deildar Varmárskóla í samræmi við framlagt minnisblað bæjarverkfræðings og að kostnaðurinn 5,5 m.kr. verði tekinn af liðnum ófyrirséð.
8. Rekstraryfirlit janúar-júní 2007200708083
Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.%0D%0DTil máls tóku: PJL, HSv, %0DFjármálastjóri fór yfir niðurstöður reksturs Mosfellsbæjar fyrir tímabilið janúar til júní 2007.%0DÍ stuttu máli má segja að rekstur einstakra stofnana sé í takt við fjárhagsáætlun að en að tekjur sveitarfélagsins verði umfram það sem gert var ráð fyrir sem skýrist af mestu af tekju- og eignaaukningu íbúa sveitarfélagsins.