15. apríl 2008 kl. 07:00,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Völuteigur 6, umsókn um byggingarleyfi breytingar á innra og ytra byrði200702110
Guðni Pálsson arkitekt f.h. Fiskislóðar 45 ehf sækir þann 14. mars 2008 um leyfi til að breyta innra skipulagi Völuteigs 6 skv. meðf teikningum, þar sem m.a. er gert ráð fyrir innréttingu hluta hússins til íbúðar. Frestað á 226. fundi.
Guðni Pálsson arkitekt f.h. Fiskislóðar 45 ehf sækir þann 14. mars 2008 um leyfi til að breyta innra skipulagi Völuteigs 6 skv. meðf teikningum, þar sem m.a. er gert ráð fyrir innréttingu hluta hússins til íbúðar. Frestað á 226. fundi.%0DHafnað, þar sem fyrirhuguð starfsemi samræmist ekki landnotkun á svæðinu skv. aðalskipulagi.%0D
2. Urðarholt 2-4, umsókn um breytingu á innra fyrirkomulagi og afmörkun eigna á 3. hæð í húsi nr. 4200701168
Tekin fyrir að nýju umsókn Aurelio Ferro um breytingu á atvinnuhúsnæði á hluta 3. hæðar í íbúðir, sbr. bókun á 226. fundi.
Tekin fyrir að nýju umsókn Aurelio Ferro um breytingu á atvinnuhúsnæði á hluta 3. hæðar í íbúðir, sbr. bókun á 226. fundi.%0DNefndin getur samþykkt breytingu á notkun húsnæðisins að uppfylltum ákvæðum byggingarreglugerðar, sbr framlagðan athugasemdalista byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúa falin frekari afgreiðsla málsins.
3. Tungumelar, umsókn um breytingu á deiliskipulagi200801192
Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi athafnahverfis á Tungumelum, unnin af OG Arkitektastofu fyrir Ístak hf., sbr. bókun á 226. fundi. Lagður fram nýr uppdráttur, með breyttri útfærslu byggingarreita næst Vesturlandsvegi.
Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi athafnahverfis á Tungumelum, unnin af OG Arkitektastofu fyrir Ístak hf., sbr. bókun á 226. fundi. Lagður fram nýr uppdráttur, með breyttri útfærslu byggingarreita næst Vesturlandsvegi.%0DNefndin óskar eftir umsögn umhverfisnefndar um skipulagið. Starfsmönnum falið að fara yfir skipulagsskilmála svæðisins.
4. Mosfellsdalur, staða í aðalskipulagi200804058
Lögð fram minnisblöð bæjarritara og skipulagsfulltrúa varðandi skilgreiningu byggðar í Mosfellsdal.
Lögð fram minnisblöð bæjarritara og skipulagsfulltrúa varðandi skilgreiningu byggðar í Mosfellsdal.%0DStarfsmönnum falið að vinna frekar að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
5. Aðalskipulag 2002 - 2024, endurskoðun200611011
Gerð verður grein fyrir viðræðum við ráðgjafafyrirtæki um hugsanlega aðkomu þeirra að endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar. (Minnisblað verður sent í tölvupósti á mánudag)
Gerð var grein fyrir viðræðum við ráðgjafafyrirtæki um hugsanlega aðkomu þeirra að endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar.%0DNefndin óskar eftir því að Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar, í samráði við starfsmenn, leggi fram áætlun um aðferðir og verkferli við endurskoðun aðalskipulagsins.
6. Háholt 7 (Áslákur), breyting á deiliskipulagi200708032
Tekin fyrir að nýju að lokinni kynningu skv. 1. mgr. 26. gr. s/b-laga tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Háholt 7, sbr. bókun á 216. fundi. Lögð fram ný skýringarmynd (þrívíddarmynd)
Tekin fyrir að nýju að lokinni kynningu skv. 1. mgr. 26. gr. s/b-laga tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Háholt 7, sbr. bókun á 216. fundi. Lögð fram ný skýringarmynd (þrívíddarmynd).%0DNefndin óskar eftir viðbótargögnum sem sýna ásýnd bygginganna frá norðaustri.
7. Lágahlíð, fyrirspurn um deiliskipulag200710168
Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Gests Ólafssonar f.h. Helga Rúnars Rafnssonar um hugsanlega framtíðarnýtingu hússins Láguhlíðar og tilheyrandi lóðar. Einnig um möguleika á fjölgun lóða á svæðinu. Gerð verður grein fyrir viðræðum við umsækjanda og athugunum Tækni- og umhverfissviðs.
Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Gests Ólafssonar f.h. Helga Rúnars Rafnssonar um hugsanlega framtíðarnýtingu hússins Láguhlíðar og tilheyrandi lóðar. Einnig um möguleika á fjölgun lóða á svæðinu. Gerð verður grein fyrir viðræðum við umsækjanda og athugunum Tækni- og umhverfissviðs.%0DNefndin er jákvæð gagnvart því að skipulag verði endurskoðað að því er varðar lóð íbúðarhússins Láguhlíðar, þannig að miðað verði við að núverandi hús hverfi og önnur byggð í þess stað, en fellst að öðru leyti að svo stöddu ekki á að breyta deiliskipulaginu.%0DHaraldur Sverrisson vék af fundi og tók ekki þátt í umfjöllun um þetta mál.
8. Hjallahlíð 11, óleyfisbygging200802129
Pálmar Guðmundsson sækir þann 1. apríl 2008 um leyfi fyrir um 4 fm. áhaldaskúr, sem smíðaður hefur verið upp við suðurhlið bílskúrs og á lóðarmörkum milli húsa nr. 11 og 13. Með umsókn fylgja teikningar og ljósmyndir. Sbr. einnig bókun á 224. fundi.
Pálmar Guðmundsson sækir þann 1. apríl 2008 um leyfi fyrir um 4 fm. áhaldaskúr, sem smíðaður hefur verið upp við suðurhlið bílskúrs og á lóðarmörkum milli húsa nr. 11 og 13. Með umsókn fylgja teikningar og ljósmyndir. Sbr. einnig bókun á 224. fundi.%0DNefndin samþykkir að grenndarkynna erindið.
9. Suðurreykir, lnr. 123794, ósk um br. á deiliskipulagi.200802244
Tekið fyrir að nýju erindi Bjarni A. Jónssonar og Margrétar Atladóttur um að leyfð hámarksstærð bygginga á lóðinni verði aukin. Lagðar fram breyttar teikningar af fyrirhuguðum byggingum, sbr. bókun á 225. fundi.
Tekið fyrir að nýju erindi Bjarni A. Jónssonar og Margrétar Atladóttur um að leyfð hámarksstærð bygginga á lóðinni verði aukin. Lagðar fram breyttar teikningar af fyrirhuguðum byggingum, sbr. bókun á 225. fundi.%0DFrestað.
10. Hlíðarás 5 umsókn um byggingarleyfi v/geymslu og sólskýli200804157
Birgir Hilmarsson og Erla Ólafsdóttir sækja þann 8. apríl 2008 um leyfi til að byggja yfir bil á milli bílskúrs og íbúðarhúss, breyta þaki bílskúrs og byggja nýtt anddyri, skv. meðf. teikningum Tækniþjónustu Vestfjarða.
Birgir Hilmarsson og Erla Ólafsdóttir sækja þann 8. apríl 2008 um leyfi til að byggja yfir bil á milli bílskúrs og íbúðarhúss, breyta þaki bílskúrs og byggja nýtt anddyri, skv. meðf. teikningum Tækniþjónustu Vestfjarða.%0DFrestað.
11. Brú yfir Leirvogsá, umsókn um byggingarleyfi200804164
Guðjón J. Halldórsson sækir þann 9. apríl (ums. mótt.) um leyfi til að byggja brú yfir Leirvogsá fyrir gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarendur skv. meðf. teikningum Einars Ingimarssonar arkitekts.
Guðjón J. Halldórsson sækir þann 9. apríl (ums. mótt.) um leyfi til að byggja brú yfir Leirvogsá fyrir gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarendur skv. meðf. teikningum Einars Ingimarssonar arkitekts.%0DFrestað.
12. Ísfugl, ósk um land undir stofnaeldi við Langahrygg200709183
Lögð fram endurskoðuð drög að deiliskipulagi lands við Langahrygg undir kjúklingastofnaeldi, sbr. umfjöllun og bókun á 221. fundi.
Lögð fram endurskoðuð drög að deiliskipulagi lands við Langahrygg undir kjúklingastofnaeldi, sbr. umfjöllun og bókun á 221. fundi.%0DFrestað.
13. Jarðvegslosun og uppgræðsla í Sogum200803062
Lagt fram minnisblað bæjarverkfræðings dags. 14. mars 2008, þar sem fjallað er um möguleika á jarðvegslosun í Sogum m.a. með það fyrir augum að hægt verði að rækta þar upp beitarhólf fyrir hesta. Einnig lagðar fram tvær tillögur Landmótunar um afmörkun losunarsvæðis og tilhögun losunar. Vísað til nefndarinnar til skoðunar af bæjarráði 27. mars. 2008.
Lagt fram minnisblað bæjarverkfræðings dags. 14. mars 2008, þar sem fjallað er um möguleika á jarðvegslosun í Sogum m.a. með það fyrir augum að hægt verði að rækta þar upp beitarhólf fyrir hesta. Einnig lagðar fram tvær tillögur Landmótunar um afmörkun losunarsvæðis og tilhögun losunar. Vísað til nefndarinnar til skoðunar af bæjarráði 27. mars. 2008.%0DFrestað.
14. Arnartangi 47 umsókn um byggingarleyfi200804120
Þeba Björt Karlsdóttir og Guðmundur Traustason sækja þann 7. apríl um leyfi til að stækka húsið Arnartanga 47 til norðurs skv. meðf. teikningum frá Arkform Teiknistofu.
Þeba Björt Karlsdóttir og Guðmundur Traustason sækja þann 7. apríl um leyfi til að stækka húsið Arnartanga 47 til norðurs skv. meðf. teikningum frá Arkform Teiknistofu.%0DFrestað.
Fundargerðir til kynningar
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 151200803033F
Lagt fram til kynningar.