13. nóvember 2007 kl. 07:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Lerkibyggð, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi200710180
Eggert Guðmundsson f.h. RG húsa ehf. leggur þann 25. október fram fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi, sem felst í því að fjölga parhúsalóðum við Lerkibyggð um tvær. Frestað á 213. fundi, sjá gögn með því fundarboði.
Eggert Guðmundsson f.h. RG húsa ehf. leggur þann 25. október fram fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi, sem felst í því að fjölga parhúsalóðum við Lerkibyggð um tvær. Frestað á 213. fundi.%0DNefndin er neikvæð gagnvart erindinu með vísan í hverfisverndarákvæði.
2. Bæjarás 1, ósk um breytingu á aðkeyrslu200710183
Guðmundur B. Kristinsson og Kristín G. Jónsdóttir óska þann 15. október 2007 eftir því að samþykkt verði breyting á innkeyrslu á lóðina, þannig að hún verði frá Áslandi. Frestað á 213. fundi, sjá gögn með því fundarboði.
Guðmundur B. Kristinsson og Kristín G. Jónsdóttir óska þann 15. október 2007 eftir því að samþykkt verði breyting á innkeyrslu á lóðina, þannig að hún verði frá Áslandi. Frestað á 213. fundi.%0DSamþykkt.
3. Brattahlíð 12, ósk um breytingu á deiliskipulagi200608156
Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lauk þann 23. október 2007. Athugasemdir bárust frá Húseigendafélaginu f.h. Þursaborgar ehf. vegna Skálahlíðar 38, dags. 22. október 2007, og frá Eddu Flygenring, Bröttuhlíð 10, dags. 24. október 2007. - Sjá gögn frá 213. fundi.%0DTillaga að svörum við athugasemdum verður send í sérpósti.
Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lauk þann 23. október 2007. Athugasemdir bárust frá Húseigendafélaginu f.h. Þursaborgar ehf. vegna Skálahlíðar 38, dags. 22. október 2007, og frá Eddu Flygenring, Bröttuhlíð 10, dags. 24. október 2007. Lögð fram drög að svörum við athugasemdum.%0DNefndin samþykkir tillögu að svörum við athugasemdum. Jafnframt leggur hún til að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt skv. 2. mgr. 26. gr. s/b-laga, og skipulagsfulltrúa falið að annast gildistöku hennar þegar gengið hefur verið frá nauðsynlegum samningum við rétthafa lóðarinnar.
4. Reykjamelur 19, umsókn um byggingarleyfi fyrir garðáhaldahús200609178
Í framhaldi af fyrri umfjöllunum nefndarinnar, síðast á 208. fundi, er lögð fram ný umsókn um byggingu garðskúrs skv. meðfylgjandi teikningum eftir Sigurbjart Halldórsson, dags. 6/11 2007.
Í framhaldi af fyrri umfjöllunum nefndarinnar, síðast á 208. fundi, er lögð fram ný umsókn um byggingu garðskúrs skv. meðfylgjandi teikningum eftir Sigurbjart Halldórsson, dags. 6/11 2007.%0DNefndin samþykkir að grenndarkynna tillöguna.
5. Lerkibyggð 5 (Ásbúð), fyrirspurn um deiliskipulag200705227
Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lauk 1. nóvember s.l. Athugasemd barst frá eigendum Grenibyggðar 18-26, dags. 31. október 2007, og tölvupóstur frá Eggert Guðmundssyni bfí f.h. RG-Húsa ehf., dags. 1. nóvember 2007.
Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lauk 1. nóvember s.l. Athugasemd barst frá eigendum Grenibyggðar 18-26, dags. 31. október 2007, og tölvupóstur frá Eggert Guðmundssyni bfí f.h. RG-Húsa ehf., dags. 1. nóvember 2007.%0DStarfsmönnum falið að svara spurningum eigenda Grenibyggðar 18-26.
6. Helgafellshverfi, 3. áf., breyting á deiliskipulagi200709203
Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lauk þann 9. nóvember 2007 með því að eini þáttakandinn lýsti því yfir með áritun á uppdrátt að hann væri samþykkur tilögunni.
Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lauk þann 9. nóvember 2007 með því að eini þáttakandinn lýsti því yfir með áritun á uppdrátt að hann væri samþykkur tilögunni.%0DNefndin leggur til að skipulagsbreytingin verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 26. gr. s/b-laga og skipulagsfulltrúa faliðp að annast gildistökuna.
7. Erindi varðandi efnistöku við rætur Mosfells; námugröftur, rykmengun og umhverfisáhrif200709139
Gerð verður grein fyrir samskiptum Mosfellsbæjar við Ístak og Skipulagsstofnun vegna málsins
Formaður og starfsmenn gerðu grein fyrir samskiptum Mosfellsbæjar við Ístak og Skipulagsstofnun vegna málsins.%0DUmræður.
8. Grímsnes og Grafningshreppur, br. á aðalskipulagi til umsagnar200710200
Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi Uppsveita Árnessýslu óskar þann 29. október eftir umsögn um meðfylgjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps sem felur m.a. í sér lagningu jarðstrengs frá Nesjavöllum að Geithálsi.
Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu óskar þann 29. október eftir umsögn um meðfylgjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps sem felur m.a. í sér lagningu jarðstrengs frá Nesjavöllum að Geithálsi.%0DNefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
9. Ástu-Sólliljugata 23-25, ósk um breytingu á deiliskipulagi200710206
Orri Árnason arkitekt f.h. lóðarhafa óskar þann 23. október 2007 eftir breytingum á deiliskipulagi sem felast í breyttri aðkomu að lóðinni og hækkun nýtingarhlutfalls skv. meðf. teikningum.
Orri Árnason arkitekt f.h. lóðarhafa óskar þann 23. október 2007 eftir breytingum á deiliskipulagi sem felast í breyttri aðkomu að lóðinni og hækkun nýtingarhlutfalls skv. meðf. teikningum.%0DNefndin getur fallist á að aðkomu að húsinu verði breytt, en hafnar ósk um hækkun nýtingarhlutfalls. Nefndin samþykkir að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. s/b-laga þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
10. Hreinsiþró fyrir Helgafellsland lnr. 125136, umsókn um byggingarleyfi200710229
Gísli Karel Halldórsson verkfræðingur sækir þann 30. október f.h. Helgafellsbygginga hf. um byggingarleyfi fyrir hreinsiþró fyrir regnvatn af Helgafellslandi milli Álafossvegar og Varmár neðan við Hagaland, skv. meðfylgjandi greinargerð og teikningum.
Gísli Karel Halldórsson verkfræðingur sækir þann 30. október f.h. Helgafellsbygginga hf. um byggingarleyfi fyrir hreinsiþró fyrir regnvatn af Helgafellslandi milli Álafossvegar og Varmár neðan við Hagaland, skv. meðfylgjandi greinargerð og teikningum.%0DLagt fram til kynningar.
11. Blikastaðir 2, beiðni um geymslu byggingarefnis200711002
Gissur Jóhannsson óskar þann 6. nóvember 2007 f.h. Gissurs og Pálma ehf. eftir því að fá að geyma vinnuskúra, tæki og ýmislegt byggingarefni á lóðinni.
Gissur Jóhannsson óskar þann 6. nóvember 2007 f.h. Gissurs og Pálma ehf. eftir því að fá að geyma vinnuskúra, tæki og ýmislegt byggingarefni á lóðinni.%0DFrestað.
12. Ósk um skráningu heitisins Efri-Klöpp í Elliðakotslandi200711058
Gunnar Júlíusson óskar þann 8. nóvember eftir því að nafn fasteignar hans á landi nr. 125248 við Geitháls verði skráð sem Efriklöpp eða til vara Efriklöpp við Suðurlandsveg.
Gunnar Júlíusson óskar þann 8. nóvember eftir því að nafn fasteignar hans á landi nr. 125248 við Geitháls verði skráð sem Efriklöpp eða til vara Efriklöpp við Suðurlandsveg.%0DFrestað.
13. Helgadalsvegur 3-7, ósk um breytingu á deiliskipulagi200711060
Sigríður Rafnsdóttir og Rafn Jónsson óska þann 7. nóvember eftir því að samþykkt verði meðfylgjandi deiliskipulagstillaga, sem gerir ráð fyrir því að lóð nr. 5 við Helgadalsveg verði skipt í tvær lóðir.
Sigríður Rafnsdóttir og Rafn Jónsson óska þann 7. nóvember eftir því að samþykkt verði meðfylgjandi deiliskipulagstillaga, sem gerir ráð fyrir því að lóð nr. 5 við Helgadalsveg verði skipt í tvær lóðir.%0DFrestað.
14. Í Miðdalsl 125375, ósk um breytingu á deiliskipulagi200711067
Ólafur Örn Ólafsson óskar þann 7. nóvember eftir því að fá að sameina 2 lóðir með landnúmerum 125375 og 124376 í eina lóð með landnúmeri 125375. Í erindinu felst einnig fyrirspurn um það hvort leyft yrði að byggja á landinu sumarhús skv. meðfylgjandi teikningum í stað tveggja sumarhúsa sem þar eru nú.
Ólafur Örn Ólafsson óskar þann 7. nóvember eftir því að fá að sameina 2 lóðir með landnúmerum 125375 og 124376 í eina lóð með landnúmeri 125375. Í erindinu felst einnig fyrirspurn um það hvort leyft yrði að byggja á landinu sumarhús skv. meðfylgjandi teikningum í stað tveggja sumarhúsa sem þar eru nú.%0DFrestað.
Fundargerðir til staðfestingar
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 143200710037F
Lagt fram til kynningar
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 144200711017F
Lagt fram til kynningar.