26. júní 2007 kl. 07:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk um tilfærslu á hrossaskýli200705207
Garðar Jónsson og Sigríður Johnsen óska eftir að færa hrossaskýli á Ásum. %0DAth: afstöðumynd hefur orðið viðskila við erindið, en mun liggja fyrir á fundinum.
Garðar Jónsson og Sigríður Johnsen óska eftir að reisa hrossaskýli á Ásum, ofan byggðar, sbr. meðfylgjandi uppdrætti.%0DNefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur starfsmönnum að afla meðmæla skipulagsstofnunar skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga um byggingar þar sem ekki er fyrir hendi skipulag.
2. Hamarsteigur 9, fyrirspurn um að fjarlægja viðbyggingu og reisa nýja.200705244
Grenndarkynningu á tillögu að viðbyggingu lauk 20. júní með því að allir þáttakendur höfðu gefið skriflegt samþykki sitt.
Grenndarkynningu á tillögu að viðbyggingu lauk 20. júní með því að allir þáttakendur höfðu gefið skriflegt samþykki sitt.%0DNefndin samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa frekari afgreiðslu þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
3. Hamrabrekka Miðdalslandi - ósk um breytingu á deiliskipulagi200701250
Athugasemdafresti v. tillögu að breytingu á deiliskipulagi (aukin hámarksstærð) lauk þann 13. júní. Engin athugasemd barst.
Athugasemdafresti v. tillögu að breytingu á deiliskipulagi (aukin hámarksstærð) lauk þann 13. júní. Engin athugasemd barst.%0DNefndin leggur til að tillagan verði samþykkt skv. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga og skipulagsfulltrúa falið að annast gildistökuferlið.
4. Hamrabrekkur, ósk um breytingu á deiliskipulagi200704173
Jónas Blöndal óskar með bréfi dags. 16. apríl eftir því að deiliskipulag Hamrabrekkna verði endurskoðað, þannig að hámarksstærð frístundahúsa verði aukin. Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 202. fundi.
Jónas Blöndal óskar með bréfi dags. 16. apríl eftir því að deiliskipulag Hamrabrekkna verði endurskoðað, þannig að hámarksstærð frístundahúsa verði aukin. Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 202. fundi.%0DNefndin ítrekar afstöðu sína frá júlí 2006, þar sem fallist var á að auka hámarksstærð húsanna í 60 + 10 m2.
5. Fríst.lóð v. Hafravatn 125499, fyrirsp. um skiptingu lóðar.200706123
Björg H. Sölvadóttir spyr þann 14. júní hvort leyfi fengist til að skipta frístundalóð við Hafravatn í tvo hluta og byggja þar annað frístundahús.
Björg H. Sölvadóttir spyr þann 14. júní hvort leyfi fengist til að skipta frístundalóð við Hafravatn í tvo hluta og byggja þar annað frístundahús.%0DNefndin er neikvæð gagnvart fyrirspurninni, þar sem stærð lóðarinnar leyfir ekki tvö frístundahús og vegna stefnumörkunar aðalskipulags um að frístundabyggð við Hafravatn skuli vera víkjandi.
6. Miðdalsland II við Silungatjörn ósk um deiliskipulag200706114
Margrét Guðjónsdóttir og Kjartan Óskarsson óska þann 7. júní eftir að fá að deiliskipuleggja land við Silungatjörn, sem þau eru kaupréttarhafar að, undir frístundahús. Landið er ekki skilgreint fyrir frístundabyggð í aðalskipulagi.
Margrét Guðjónsdóttir og Kjartan Óskarsson óska þann 7. júní eftir að fá að deiliskipuleggja land við Silungatjörn, sem þau eru kaupréttarhafar að, undir frístundahús. Landið er ekki skilgreint fyrir frístundabyggð í aðalskipulagi.%0DStarfsmönnum er falið að afla frekari upplýsinga um málið.
7. Iðnaðarsvæði við Desjamýri, endurskoðun deiliskipulags200611212
Athugasemdafresti v. tillögu að deiliskipulagi lauk 22. maí 2007. Ein athugasemd barst, sameiginleg frá lóðarhöfum 20 lóða við Flugumýri, sem mótmæla fyrirhugaðri lokun Flugumýrar til vesturs. Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 201 fundi.
Athugasemdafresti v. tillögu að deiliskipulagi lauk 22. maí 2007. Ein athugasemd barst, sameiginleg frá lóðarhöfum 20 lóða við Flugumýri, sem mótmæla fyrirhugaðri lokun Flugumýrar til vesturs. Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 201 fundi.%0DNefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum að tekinn verði út texti í greinargerð um aðkomu að eldra iðnaðarsvæði, og að bætt verði inn lóð og byggingarreit fyrir spennistöð sem næst miðju hverfisins.
8. Vörubílastæði við Bogatanga, kvörtun200704114
Sigríður Jónsdóttir kvartaði í tölvupósti dags. 17. apríl 2007 fyrir hönd íbúa við Bollatanga 10-20 yfir ónæði af vörubílastæði við Bogatanga og krafðist þess að stæðið verði fært burt. Tekið fyrir að nýju, sbr. m.a. bókun á 200. fundi.
Sigríður Jónsdóttir kvartaði í tölvupósti dags. 17. apríl 2007 fyrir hönd íbúa við Bollatanga 10-20 yfir ónæði af vörubílastæði við Bogatanga og krafðist þess að stæðið verði fært burt. Tekið fyrir að nýju, sbr. m.a. bókun á 200. fundi. Kynnt athugun Gylfa Guðjónssonar arkitekts á nýtingu reitsins fyrir íbúðarhús.%0DStarfsmönnum er falið að vinna áfram að málinu.%0D
9. Skuggabakki 12 umsókn um stækkun200706113
Eysteinn Leifsson sækir þann 11. júní 2007 um að fá að breikka hesthús að Skuggabakka 12 Varmárbökkum, og stækka efri hæð þess.
Eysteinn Leifsson sækir þann 11. júní 2007 um að fá að breikka hesthús að Skuggabakka 12 Varmárbökkum, og stækka efri hæð þess.%0DStarfsmönnum falið að skoða málið nánar á milli funda.
10. Skólabraut 1a ósk um deiliskipulag200706117
Gestur Ólafsson f.h. Jörva ehf. fer þann 13. júní fram á heimild til að breyta skipulagi lóðarinnar, þannig að á hana komi 2 þriggja hæða íbúðarhús með 12 íbúðum skv. meðfylgjandi drögum að deiliskipulagi.
Gestur Ólafsson f.h. Jörva ehf. fer þann 13. júní fram á heimild til að breyta skipulagi lóðarinnar, þannig að á hana komi 2 þriggja hæða íbúðarhús með 12 íbúðum skv. meðfylgjandi tillögu að deiliskipulagi.%0DNefndin er neikvæð gagnvart framlagðri tillögu.
11. Reykjabyggð 24, fyrirspurn um byggingu sólskála200706120
Hafdís Óskarsdóttir og Hlynur Guðmundsson óska þann 14. júní eftir samþykki fyrir byggingu sólskála við suðausturhlið hússins, en á samþykktum teikningum er gert ráð fyrir sólskála við norðvesturstafn þess.
Hafdís Óskarsdóttir og Hlynur Guðmundsson óska þann 14. júní eftir samþykki fyrir byggingu sólskála við suðausturhlið hússins, en á samþykktum teikningum er gert ráð fyrir sólskála við norðvesturstafn þess.%0DNefndin er jákvæð gagnvart hugmyndinni og felur starfsmönnum frekari framgang málsins þegar nákvæmari teikningar af útfærslu liggja fyrir.
12. Umferðarmál norðan/vestan miðbæjar, ábendingar200706144
Páll Helgason og Hörður Baldvinsson, íbúar við Bugðutanga, benda í minnismiða frá 12. júní 2007 á ýmis atriði varðandi umferðarmál í nágrenninu sem betur megi fara.
Páll Helgason og Hörður Baldvinsson, íbúar við Bugðutanga, benda í minnismiða frá 12. júní 2007 á ýmis atriði varðandi umferðarmál í nágrenninu sem betur megi fara.%0DStarfsmönnum falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
Fundargerðir til kynningar
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 137200706023F
Lagt fram til kynningar.